fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Eyjan

Píslarvottar nútímans

Egill Helgason
Föstudaginn 21. janúar 2005 00:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Þorkell Bernharðsson, sérfræðingur í málefnum Miðausturlanda, verður sérstakur gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Magnús er nýbúinn að senda frá sér bókina Píslarvottar nútímans – samspil trúar og stjórnmála í Írak og Íran, en þar er rakin saga stjórnmála og trúarbragða í þessum löndum og fjallað um ástandið sem þar ríkir. Útgáfan sætir tíðindum, enda ekki um auðugan garð að gresja þegar eru íslenskir sérfræðingar um jafn mikilvæg alþjóðamál og þessi.

Þátturinn er ennþá nokkuð ómótaður að öðru leyti, en meðal annarra gesta sem eru komnir á blað eru Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður, Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður og þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðmundur Árni Stefánsson.

Af málum sem verða tekin til skoðunar má nefna leiðtogakjör innan Samfylkingar, auglýsingu Þjóðarhreyfingar sem birtist í dag, vandræðaganginn vegna lista hinna staðföstu og fréttaflutning af því máli, ólgu innan Framsóknarflokksins, atburði við Kárahnjúka – og svo fá alþjóðamálin líklega gott rými enda var embættistaka Bush Bandaríkjaforseta í vikunni og yfirlýsing Condolezzu Rice um helstu harðstjornarveldi heimsins…

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári

Sigmundur Ernir: Krónan kostar íslensk heimili 250 þúsund krónur á mánuði – heildarkostnaður 500 milljarðar á ári
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins

Áslaug Arna: Stjórnkerfið svifaseint, snýst um sjálft sig og vinnur gegn kjörnum fulltrúum fólksins