fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Refsum olíufélögunum!

Egill Helgason
Mánudaginn 1. nóvember 2004 00:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldapóstur um samráð olíufélaganna fer eins og eldur í sinu um netið. Þar er fólk ekki hvatt til að hætta að kaupa bensín, það þýðir líklega ekki í þessu bílelskandi landi, heldur til að kaupa ekki neitt annað hjá olíufélögunum. Bréfið er svohljóðandi:

„Olíufélögin stálu af okkur peningum í mörg ár. Það liggur skýrt fyrir í niðurstöðum Samkeppnisstofnunar.

Þeir viðurkenna það – en segja að málið sé fyrnt. Þeir vilja ekki borga sektir eða skaðabætur- vegna þess að það er svo langt síðan þeir stálu frá okkur.

Við getum svarað fyrir okkur. Það þýðir ekkert að hafa bensínlausan dag. Það er bara rugl því þá verslum við bara meira á morgun. Við refsum þeim með buddunni og kaupum BARA BENSÍN! Alveg þangað til þeir hætta að röfla og borga sínar sektir og skammast sín – þá kaupum við BARA BENSÍN.

Ekki sígarettur, ekki pylsur, ekki hreinsiefni, leikföng, nammi, mat, hanska, grill né neitt annað, Við kaupum allt slíkt annars staðar.

Hjá olíufélögunum kaupum við BARA BENSÍN! EKKERT ANNAÐ! Þeir finna fyrir því.

Dreifðu þessu á þína vini – og stattu við það að kaupa BARA BENSÍN.

Næst þegar þú freistast til þess að kaupa eitthvað annað á bensínstöð en BARA BENSÍN þá sannar þú orð markaðsstjóra OLÍS sem sagði í samráðinu „Fólk er fífl“.

Vilt þú láta hafa þig af fífli? Ef ekki þá kaupir þú BARA BENSÍN.

Almenningur

Félögin sem um ræðir eru: Skeljungur, OLÍS og ESSO.“

Eins og sést er bréfið ritað í nafni „almennings“. En hvað teljið þið miklar líkur á að hinn breiði fjöldi – hinn raunverulegi almenningur – taki þátt í þessu refsiátaki gegn olíusvindlurunum?

Alls engar? Nokkrar? Góðar? Alveg öruggt? Væri gaman að fá svör.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur