fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Hús á Norður-Spáni

Egill Helgason
Mánudaginn 1. nóvember 2004 00:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir í New York Times og Washington Post um helgina segja frá rannsóknum á loftslagsbreytingum á norðurheimskautasvæðinu. Áhrifin virðast vera miklu hraðari og alvarlegri en talið var. Nú hefur efni þessarar skýrslu lekið út – en jafnvel er talið að Bush stjórnin hafi viljað þaga yfir henni fram yfir kosningar. Þessu mikla samsæti olíumanna eru gróðurhúsaáhrif náttúrlega ekki mjög hugleikin.

Þessi skýrsla verður annars til umræðu á vísindaráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík eftir tíu daga. Líkt og Jónas Kristjánsson benti á í þætti hjá mér í gær sætir nokkurri furðu að ekki skuli hafa verið fjallað um hana hér í fjölmiðlum.

— — —

Vís maður segir við mig að maður þurfi að hafa vaðið fyrir neðan sig, gera ráðstafanir í tæka tíð. Hann ráðleggur mér að fara að leita að húsi á Norður-Spáni. Telur að þar geti verið skásti staðurinn til að vera ef loftslagsbreytingarnar verða afgerandi. Þar er fjöllótt landslag og ekki líkur á því að sjór flæði yfir mann. Og þar er nokkuð rigningsamt svo ósennilegt er að myndist eyðimörk þótt hitastig hækki – eins og líklegt er að gerist syðst í álfunni. Og svo er maður væntanlega nógu sunnarlega til að verða ekki fyrir teljandi áhrifum ef Golfstraumurinn hættir að flæða.

En þá þarf maður kannski að fara að innrita sig í námskeið í basknesku.

— — —

Á Deiglunni birtast oft fínar greinar, enda fólk með góða og fjölbreytta menntun sem þar skrifar. Í síðustu viku ritaði Óli Örn Eiríksson, nemi í nýsköpun í Kaupmannahöfn, pistil um bóluna miklu á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Hann benti á nokkrar athyglisverðar staðreyndir sem lítt hefur verið flíkað í þessum mikla matadorleik. Á sama tíma og hlutabréfavísitölur hafa rokið upp hefur nýsköpun setið algjörlega á hakanum og ný atvinnutækifæri ekki myndast, segir Óli. Þjóðfélagið sé einfaldlega ekki að skapa ný störf.

Þannig segir hann að sé orðið viðvarandi atvinnuleysi meðal ungs fólks á Íslandi. Ungir Íslendingar flytji burt frá landinu vegna þess að hér sé enga vinnu að hafa, en í staðinn séu fluttir inn erlendir ríkisborgarar til að bæta upp fyrir Íslendingana sem fara.

— — —

"Ég nenni þessu ekki. Skólinn verður bara í viku," heyrði ég svona níu ára stelpu segja við litla bróður sinn í gær. Henni fannst ekki taka því að fara í skólann.

En skólinn byrjaði aftur í morgun. Út um allt land stauluðust börn út í nóvembermyrkrið. Það virðist vera samdóma álit að kennarar felli miðlunartillöguna og verkfallið hefjist á ný. Þá hlýtur Halldór forsætisráðherra Ásgrímsson að grípa til sinna ráða og setja lög. Ég mæli alls ekki með lögum, en menn eru dálítið að leita að röggsemi í fari hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“