fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025

Þekkir þú sanna hetju? – DV leitar að hvunndagshetjum

DV leitar að hvunndagshetjum í íslensku samfélagi og vantar hjálp almennings til að finna þessar hetjur. Við leitum að ósköp venjulegu fólki sem hefur unnið stórkostleg afrek; hvort sem það er að bjarga öðrum í neyð, láta sig náungann varða, verið góður granni eða fólk sem hefur yfirstigið hindranir og staðið sterkt upp á ný. Og allt þess á milli.

Við erum ekki í nokkrum vafa um að þessar hvunndagshetjur er víða að finna í íslensku samfélagi og nú þurfum við þína hjálp. Ef þú þekkir eina slíka hetju og vilt leyfa okkur að hjálpa þér að gleðja hana, þá máttu endilega fylla út formið hér á neðan og segja okkur af hverju þessi hvunndagshetja á sérstakan stað í þínu hjarta. Einnig má senda tölvupóst á gre@dv.is.