Bryce Hall og Jaden Hossler, sem hafa gert garðinn frægan á samfélagsmiðlunum Instagram og TikTok, voru handteknir í síðustu viku í Texas-fylki í Bandaríkjunum fyrir vörslu fíkniefna.
Bryce og Jaden eru hluti af hóp sem kallar sig Sway House sem gerir myndbönd á TikTok sem flest fá yfir milljón áhorf, og eru Bryce og Jaden með yfir sex milljón fylgjendur. Þeir búa með félögum sínum í Sway House í stóru lúxus húsi í Kaliforníu sem markaðsfyrirtækið TalentX Entertainment sér þeim fyrir.
Myndbönd birtust af því í síðustu viku þar sem lögregla sást yfirheyra þá félaga, síðan birtust myndir af þeim á vef lögreglunnar ásamt upplýsingum um handtku þeirra. Þeir eru báðir kærðir fyrir að hafa haft kannabis í fórum sínum en annar þeirra var líka með önnur ólögleg fíkniefni, en þó aðeins neysluskammt.