Allur heimurinn er á nálum vegna kórónuveirunnar. Fjölmiðlar fjalla um lítið annað og hefur klámsíðan PornHub fundið leið til að vera með í samræðunum.
Dauði þrjú þúsund einstaklinga hefur ekki hindrað klámsíðuna til að deila furðulegum myndböndum tengdum veirunni.
Ef leitað er að „coronavirus“ á PornHub má finna 147 myndbönd. Titlar eins og „MILF In Coronavirus Quarantine Gets Hard Fucked for Medicine“ og „Coronavirus patients fuck in quarantine room“ koma fram í leitarniðurstöðum.
Netverjar á Twitter hafa vakið athygli á þessu, sem og fjölmiðlar á borð við Vice og The Sun.
Þetta þykir allt saman mjög furðulegt en myndböndin virðast njóta mikilla vinsælda.
„Ég held að fólk laðist að kórónuveiru-klámi á sama hátt og fólk sem óttast skugga sinn elskar hryllingsmyndir,“ segir Spicy, helmingur klámtvíeykisins Spicy x Rice við Vice. Tvíeykið hefur framleitt nokkur kórónuveiru-klámmyndbönd.
„Við erum öll að leita að einhverju sem lífgar okkur við. COVID-19 er eitthvað sem kallar fram ótta hjá nánast öllum í heiminum núna.“
Aðrir reyna að fræða áhorfendur með kláminu.
Myndbandið „COVID-19 Coronavirus: Horny Slut Has to Use Protection During Outbreak!“ byrjar á því að leikkonan Little Squirtles kemur inn um dyr og kallar: „Pabbi ég er komin heim! Og er svo gröð.“
Mótleikari hennar, Chase Poundher, kemur þá fram á gang með andlitsgrímu og segir við hana: „Ekki koma nær. Hefurðu ekki heyrt um COVID-19?“ Hann heldur síðan 30 sekúndna ræðu um kórónuveiruna, smitleiðir og af hverju þau ættu að nota getnaðarvörn.
„Okkur datt í hug að nota klámið sem vettvang til að koma lögmætum upplýsingum á framfæri með fyndnu ívafi til að vekja áhuga fólks,“ segir Chase í samtali við Vice.