Marina Balmasheva er rússneskur bloggari og áhrifavaldur með yfir 420,000 Instagram fylgjendur. Upphaflega byrjaði hún á instagram til þess að leyfa fólki að fylgjast með sér létta sig. Eftir tíu ára hjónaband fór Marina frá eiginmanni sínum eftir að hafa fallið fyrir syni hans, þ.e. stjúpsyni sínum, Vladimir “Vova” Shavyrin.
Marina hafði alið stjúpsoninn upp frá því hann sjö ára, en nú, þrettán árum síðar hafa þau tekið höndum saman og eiga von á barni saman. Marina tilkynnti sambandið á Instagram fyrr á árinu. Háværar gagnrýnisraddir gera út á sambandið í ljósi þess að um er að ræða stjúpson Marinu sem er fimmtán árum yngri en hún.
Myndband sem Marina birti í gær á Instagramreikningi sínum, sýnir hana rétta Vova, fyrrverandi stjúpsyni sínum og núverandi elskhuga, óléttupróf. Hann lítur á stikuna og tekur Marinu í fang sér. Þá snýr hún myndavélinni að sér þar sem þau faðmast og hún fellir tár.
Á annarri mynd situr parið fyrir á mynd, brosandi og haldandi á jákvæðu óléttuprófi. „Við erum orðin þreytt á því að vera í felum. Ég veit að fyrirvarinn er stuttur. Myndin úr ómskoðuninni, þessi með hjartanu, er næst á dagskrá,“ skrifar Marina undir tilkynninguna. „Ég vil bara að allir viti að það er allt mögulegt í þessum heimi. Við erum fjögurra vikna gömul og já, þetta er ástæða þess að við ætlum að ganga í hjónaband.“
Marina var einungis 22ja ára þegar hún gekk að eiga föður Vova, Alexey Shavyrin (nú 45 ára). Hjónabandið entist í tíu ár og á því tímabili ættleiddi hún börnin hans fimm og meðal annars Vova og gerði þau þannig að löglegum börnum sínum. Ætlunin er að halda áfram að ala upp börnin fimm en jafnframt giftast Vova og eiga með honum þeirra fyrsta barn.
Fyrrverandi eiginmaður Marinu, Alexey Shavyrin uppgötvaði framhjáhald Marinu í mars á þessu ári.
„Ég gat ekki sofið eina nóttina og heyrði í þeim stunda kynlíf,“ segir hann í viðtali við spjallþáttastjórnandann Pryamoy Efir. „Nokkrum mínútum síðar kom hún inn í herbergið til mín og lagðist við hlið mér. Ég sagði ekki neitt þá nótt.“
Alexey vissi ekki hvernig hann átti að haga sér eftir að hafa uppgötvað framhjáhald konu sinnar og þagði um það í margar vikur áður en hann gekk á hana og krafði hana svara.
Marina var mjög gagnrýnd fyrir það þegar hún birti tvær myndir af sér og Vova, önnur tekin af þeim fyrir þrettán árum síðar þegar hún var 22ja ára og hann sjö ára. Hin myndin er svo tekin nú þrettán árum síðar, af þeim í innilegum faðmlögum og ástin blómstrar.
„Maður veit aldrei hvernig lífið leikur mann og hvenær þú hittir þá sem fá þig til þess að brosa. Ég veit að sumir munu gagnrýna okkur, aðrir munu styðja okkur, en við erum hamingjusöm og óskum þess að þið öll séuð það líka,“ skrifar hún.