fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025

Ástæðan fyrir því að ungar konur ættu að sjá þessa mynd af Kylie Jenner

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 28. apríl 2020 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Tanith Carey segir frá því að allar ungar konur og stelpur ættu að sjá nýja mynd af samfélagsmiðlastjörnunni Kylie Jenner í skoðanapistli á Fabulous Digital. Á myndinni er raunveruleikastjarnan ómáluð í kósýgallanum með hárið í tagli.

„Ég var örugglega ekki sú eina þegar ég hugsaði: „Hver er þetta?“ þegar ég sá þessa mynd […] Hún lítur út eins og við flest þessa dagana. Þannig þegar ég las að þetta væri engin önnur en snyrtivörumógullinn og milljarðamæringurinn Kylie Jenner varð ég kjaftstopp,“ segir Tanith.

„Ekki bara því þessi 22 ára kona er að segja 171 milljón fylgjendum sínum að halda sig heima, heldur einnig því það leit út fyrir að einhver hafði komið í staðinn fyrir stærstu samfélagsmiðlastjörnu heims. Stóru varirnar og augnhárin voru horfin ásamt spegilsléttu húðinni og háu kinnbeinunum sem við erum vön að sjá á Instagram-síðunni hennar. Í stað hennar var fullkomlega falleg stelpa, stelpa líkt og þær sem við erum vön að sjá á hverjum degi.“

Myndin af Kylie Jenner.

Tanith segir að þetta snúist ekki um að „ná stjörnu ómálaðri“ til þess að lítillækka hana.

„Sem móðir tveggja unglingsstúlkna tel ég ungar stúlkur mega læra margt af þessari mynd af Kylie Jenner […] Ég sýndi 15 ára dóttur minni myndina og fékk hana til að hugsa um það að það sem hún sér á samfélagsmiðlum endurspeglar ekki raunveruleikann. Að mínu mati er sú lexía jafn mikilvæg og hver önnur,“ segir Tanith.

„Hún er ennþá sæt, en myndin er áminning að „Insta-andlit“ Kylie er fengið með aðstoð frá snyrtivörum, lýsingu og filterum. Hún hefur byggt stórveldi sitt á útliti sínu.“

Tanith segir vandamálið vera að Kylie hefur gert sig sjálfa að söluvöru og áhrifagjarnar ungar stúlkur hafa reynt að feta í hennar fótspor.

„Það þýðir að dætur okkar eyða dýrmætum tíma í að reyna að líta út eins og Kylie, þegar Kylie lítur ekki einu sinni út eins og Kylie.“

Þú getur lesið greinina í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vilja meina að hún hafi farið í misheppnaða lýtaaðgerð – Sjáðu myndina

Vilja meina að hún hafi farið í misheppnaða lýtaaðgerð – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu frábært mark Elanga gegn gömlu félögunum

Sjáðu frábært mark Elanga gegn gömlu félögunum
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hermann segir haugalygi að hann hafi ógnað björgunarsveitarfólki með byssu – „Ég gerði ekkert rangt“

Hermann segir haugalygi að hann hafi ógnað björgunarsveitarfólki með byssu – „Ég gerði ekkert rangt“
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði

Gæsun breyttist í martröð fyrir 27 ára tilvonandi brúði
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mjög alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut

Mjög alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut
Eyjan
Fyrir 11 klukkutímum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Valdi fimm verstu leikvanga Englands – „Leikvangurinn er eins og félagið, sálarlaust“

Valdi fimm verstu leikvanga Englands – „Leikvangurinn er eins og félagið, sálarlaust“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Framkvæmdir á áætlun – Sáning fer fram um miðjan mánuðinn

Framkvæmdir á áætlun – Sáning fer fram um miðjan mánuðinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.