Hafþór Júlíus Björnsson, einnig þekktur sem Fjallið, og eiginkona hans Kelsay Henson eiga von á barni í október. Þau opinberuðu kyn væntanlegs erfingja á Instagram um helgina.
Þetta er fyrsta barn þeirra hjóna en fyrir á Hafþór dóttur úr fyrra sambandi. Hafþór Júlíus er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Fjallið í þáttaröðinni vinsælu Game of Thrones en einnig hefur hann getið sér nafn í aflraunum og sigraði meðal annars keppnina um sterkasta mann Evrópu á árunum 2014, 2015, 2017, 2018 og 2019. Hann var einnig krýndur sterkasti maður heims árið 2018.
https://www.instagram.com/p/B-z_b2HAd1i/