Telma Matthíasdóttir, íþróttakona og eigandi Bætiefnabúllunnar, heldur úti mjög vinsælli Instagram-síðu, Fitubrennsla.
Hátt í ellefu þúsund manns fylgjast með Telmu. Hún deilir alls konar fróðleik um heilsu og næringu ásamt því að vera dugleg að deila æfingum.
Undanfarna daga hefur hún sýnt frá mörgum heimaæfingum og bjó til eina mjög skemmtilega æfingu sem hefur slegið í gegn.
Í stuttumáli snýst stafaæfingin um að þú stafar nafnið þitt, fullt nafn, og gerir æfingu fyrir hvern staf.
Þannig segjum að þú heitir Telma Matthíasdóttir. Þá þarftu að gera:
T: 40 hnébeygjur
E: 30 Uppsetur
L: 10 Hálf burpees
M: 30 Dýfur á stól
A: 1 mínútu hnébeygju
Og svo gerirðu það sama fyrir eftirnafnið.
Æfingin hefur slegið í gegn hjá fylgjendum Telmu og gaf hún DV góðfúslegt leyfi til að deila æfingunni áfram með lesendum. Telma útskýrir æfinguna nánar á Instagram, þú getur skoðað það í highlights eða með því að ýta hér.