fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025

YouTube-stjörnur sakaðar um barnaníð fyrir að refsa dóttur sinni með kaldri sturtu

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 23. ágúst 2019 08:43

YouTube fjölskyldan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

YouTube-stjörnurnar og hjónin Jonathan og Anna Saccone Joly hafa verið sökuð um barnaníð fyrir að refsa tveggja ára dóttur þeirra með kaldri sturtu í nýlegu YouTube myndbandi. Parið hefur svarað fyrir sig og heldur því fram að „nettröll“ séu að reyna að eyðileggjalíf þeirra. The Sun greinir frá.

Foreldrarnir eru með 1,9 milljón fylgjendur á miðlinum og hafa verið að gera myndbönd í tíu ár. Þau eiga saman fjögur börn, Emiliu, 6 ára, Eduardo, 5 ára, Alessiu, 2 ára og Andreu, 1 árs. Myndbönd af daglegu lífi fjölskyldunnar njóta mikilla vinsælda og var Jonathan valinn fram yfir Vilhjálm Bretaprins sem „Frægi pabbi ársins.“

Nýlegt myndband þeirra titlað: „Tveggja ára barn okkar á við vandamál að stríða,“ er að vekja mikla athygli og þá neikvæða athygli. Aðdáendur eru bálreiðir eftir að Jonathan refsar Alessiu, sem er tveggja ára, með því að setja hana í kalda sturtu.

Anna að segja frá vandamáli dóttur sinnar.

Hjónin ákváðu að refsa dóttur sinni með þessari leið vegna þess að hún var að klína innihaldi bleyjunnar sinnar í rúmið sitt.

„Hún byrjaði á því að kúka í bleyjuna sína og […] taka kúkinn úr bleyjunni með höndunum sínum og setja hann í rúmið,“ segir Anna í myndbandinu.

Anna heldur áfram og segir að þau hafa verið að reyna að finna langtímalausn við þessum vanda, en þetta hefur verið að gerast bæði á næturna og á daginn þegar Alessia leggur sig.

„Við erum með lausn akkúrat núna,“ segir hún.

Skjáskot/YouTube.

Síðan kemur Alessia inn í herbergið eftir sturtuna síðan og spyr Anna han a hvort hún hafi „lent í vandræðum“ og Jonathan svarar: „Ekki meira gaman fyrir þig.“ Eitt barnið spyr hvað hafi gerst og segir Jonathan: „Fröken fékk kalda sturtu.“

Anna og Jonathan hafa tekið út myndbandið og endurbirt það án þess að hafa umrætt myndefni með.

En það hefur ekki stöðvað gagnrýnisraddir og reiði netverja.

„Greyið Alessia. Hún er enn svo ung og skilur örugglega ekki koppaþjálfun ennþá,“ skrifaði einn netverji.

„Mér finnst eins og hún ætti ekki að vera kölluð óþekk fyrir að gera eitthvað sem hún skilur ekki,“ skrifaði annar.

„Gefið henni aðgang að klósettinu. Ekki refsa henni fyrir að líða óþægilega liggjandi í sínum eigin kúk. Þú myndir ekki vilja sofa í þínum. Ég held ekki að hún sé að gera þetta til að vera óþekk.“

„Það er ljótt að setja hana í kalda sturtu.“

Netverjar fóru af stað með undirskriftasöfnun til að reyna að fá yfirvöld til að rannsaka parið fyrir barnaníð. 414 hafa skrifað undir.

Anna og Jonathan hafa svarað fyrir sig og sagt að „nettröll séu að reyna að eyðileggja líf okkar.“

Þau deildu myndbandi titlað „Við erum með slæmar fréttir,“ og sögðu frá því að þau hefðu verið tilkynnt til lögreglu af netverjum.

„Við höfum aldrei haldið því fram að við séum fullkomnir einstaklingar eða foreldrar, en á hverjum degi setjum við það í forgang að börn okkar séu heilbrigð og hamingjusöm, sem þau eru. Við erum miður okkar og fyrir vonbrigðum að sjá alla neikvæðnina og ljótu ummælin frá „nettröllum“ sem hafa leyft þessu að stigmagnast. Því miður erum við ekki þau fyrstu, eða þau síðustu, til að vera skotmark trölla á netinu. Við ætlum að leita réttar okkar og hefja málshöfðun gegn þeim sem stjórnuðu og ýttu undir þessa ærumeiðandi herferð gegn okkur. Við ætlum að halda áfram að vera eins góðir foreldrar og við getum fyrir börnin okkar fjögur, sem eru í alvöru ljósið í lífi okkar,“ segja þau í myndbandinu.

Þau segja að ákveðnir einstaklingar hafa verið að gera þeim lífið leitt síðustu fimm ár, eins og að brjótast inn í tölvukerfi skóla barna þeirra.

„Þessi manneskja fer bókstaflega í hvert fyrirtæki, hvern skóla, hverja stofnun, þar sem krakkarnir okkar fara í fimleika, sund og allt, og segir fólki að Jonathan er nauðgari. Og segir að við sem fjölskylda séum samþykk nauðgunum,“ segir Anna.

Hún rifjar upp þegar lögregla bankaði upp á dyrnar hjá þeim þegar Alessia var sjö vikna gömul, til að skoða hana og hvort það væru marblettir á henni. En þá hafði netverji tilkynnt hjónin til lögreglu eftir að hafa séð klórfar á höfði Alessiu í einu myndbandi.

„Að það banki lögreglumaður upp hjá þér, þegar þú áttir barn sjö vikum áður, til að skoða hvort barnið sé með marbletti, það er eitthvað sem ég myndi ekki vilja að nein móðir myndi ganga í gegnum,“ segir Anna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 klukkutímum

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“

Musk skefur ekki utan af því – „Þetta verða endalok Evrópu“
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Er óvænt orðaður við Arsenal

Er óvænt orðaður við Arsenal
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Hér felur Pútín sig og baðar sig í dýrablóði

Hér felur Pútín sig og baðar sig í dýrablóði

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.