fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025

Arna sigraði í Biggest Loser og deilir nú hvetjandi myndum á samfélagsmiðlum: „Ég er svona, og hvað?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 21:06

Arna Vilhjálmsdóttir. Myndin uppi til hægri er umsóknarmynd hennar í Biggest Loser Ísland. Hinar myndirnar eru nýjar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arna Vilhjálmsdóttir stóð uppi sem sigurvegari Biggest Loser Ísland árið 2017. Í keppninni missti Arna sextíu kíló og fann þar að auki ástina. Hún og annar keppandi þáttanna, Guðjón Bjarki Ólafsson, skutu saman nefjum og eru enn saman í dag.

Arna fékk nóg af því að fela sig og líkama sinn, eftir að hafa stigið upp á vigt á íþróttatopp fyrir framan þjóðina ákvað hún að nú væri ekki aftur snúið. Hún heldur úti vinsælum Instagram-aðgangi og deilir hvetjandi myndum með jákvæðum boðskap. Arna sýnir sig alveg eins og hún er til að hvetja sig sjálfa og aðra.

Arna fer yfir Biggest Loser ævintýrið, viðbrögðin við myndunum á Instagram og núverandi rútínu í einlægu viðtali við DV.

https://www.instagram.com/p/Bp7an7DAeGE/

Síðasta hálmstráið

Arna hafði sótt um í Biggest Loser Ísland áður en ekki komist inn.

„Ég hef alltaf elskað Biggest Loser. Ég er gömul íþróttastelpa og sá alltaf fyrir mér að ef ég myndi bara komast þarna inn þá gæti ég þetta alveg,“ segir Arna.

„Á þessum tíma var ég komin á rosalega slæman stað andlega og ég ákvað að gefa þessu annan séns og reyna að komast í þættina. Þetta var síðasta hálmstráið sem ég var að reyna að grípa í til að koma mér á rétt ról.“

Arna fékk inngöngu í þættina og var einn af tólf keppendum.

„Mér fannst rosalega skrýtið og óraunverulegt að vera í þáttunum. Ég hélt alltaf að ég væri að fara að verða send heim. En ég lenti í ótrúlega góðu liði með Gurrý sem þjálfara, og við erum enn þá í miklu sambandi í dag við Gurrý,“ segir Arna.

„Ég held að það hafi verið algjörlega lukkan fyrir mig, að lenda í þessu liði því það leyfði mér enginn að gefast upp. Þó svo að ég hafi lent á spítala tvisvar vegna ofþornunar, þá var mjög gott andrúmsloft í hópnum okkar og það var ekki hægt að gefast upp.“

Arna stóð uppi sem sigurvegari Biggest Loser Ísland og missti 60,2 kíló. Hún vó í upphafi þáttanna 154,2 kíló en í lokin var hún 94 kíló.

https://www.instagram.com/p/BzAjNyvghQ8/

Hvetjandi skilaboð

Arna naut mikilla vinsælda í þáttunum og hafa vinsældirnar haldið áfram á samfélagsmiðlum. Hún er með rúmlega 2400 fylgjendur á Instagram og hafa myndir hennar og hvetjandi skilaboð vakið mikla athygli. Við spurðum Örnu út í Instagram og hvað kom til að hún byrjaði að deila jákvæðum boðskap með öðrum.

„Þetta hjálpar mér ótrúlega mikið. Ég hugsaði að ef einhver sér mig hreyfa mig, eins og ég hafði séð aðra hreyfa sig í mörgum Biggest Loser þáttum á undan, og ég sé hvatning fyrir aðra, þá er það þess virði,“ segir Arna.

„Ef ég held áfram að sýna mig alveg eins og ég er, allar mínar fellingar, þá kannski hjálpar það einhverjum. Það hefur verið hvatning fyrir mig í gegnum þetta.“

https://www.instagram.com/p/Bzxq2nOgPVh/

Viðbrögðin

Arna hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð við myndunum og skilaboð frá fjölbreyttum hópi fólks.

„Ég hef fengið skilaboð frá konu sem sagðist hafa sýnt dóttur sinni myndir af mér, en dóttir hennar var á slæmum stað. Hún sagðist hafa sagt dóttur sinni að allt væri hægt og þær horfðu á þáttaröðina með mér. Svo hef ég líka fengið skilaboð frá stelpu sem er 50 kíló og á erfitt með að sýna sig í sundi en fær innblástur að sjá mig því mér er sama hvað öðrum finnst. Það er allur skalinn af fólki sem hefur samband við mig og mér finnst það æði,“ segir Arna.

https://www.instagram.com/p/Bvqv7BpAfYa/

Að hafa hausinn í lagi

Síðustu vikuna í Biggest Loser æfa keppendur mikið og losa sig við vatnsþyngd síðasta daginn. Í kjölfarið geta þeir þyngst eftir keppni og það gerðist fyrir Örnu. Arna segir að henni hafi liðið illa vegna þessa en hafi lokað fyrir neikvæðu hugsanirnar eftir samtal við kærastann sinn.

„Ég ákvað að fara ekki aftur á þann stað að skammast mín fyrir sjálfa mig eða fara í felur. Ég ákvað að segja bara þetta er ég og sýna að lífið er upp og niður. Þess vegna set ég myndir af mér alveg eins og ég er. Ég er svona, og hvað?“

Arna segir að það hvetji hana áfram að sýna bæði sjálfri sér og öðrum hvernig hún er og hvað hún getur.

„Þegar allir á Íslandi eru búnir að sjá mann, 154 kíló upp á vigt, þá falla einhverjir múrar og maður þarf að halda áfram í gegnum það,“ segir Arna.

https://www.instagram.com/p/BmnmQsGgzjk/

Hreyfing og mataræði í dag

Áhugi Örnu á hreyfingu kviknaði í Biggest Loser. Hún er ekki aðeins að æfa heldur er hún einnig þjálfari.

„Ég reyni líka að mæta í alla þá hóptíma sem mig langar að fara í. Ég setti mér snemma markmið að vera ekki hrædd við að prófa neitt,“ segir Arna.

Samkvæmt Örnu eru hlutföllin í átt að árangri ekki eins og margir halda fram, mataræði 80 prósent og hreyfing 20 prósent. Hún segir að mataræði sé 95 prósent. „Í alvöru, lykillinn að þessu er mataræði,“ segir hún.

Arna hefur prófað ýmislegt í mataræðinu, eins og ketó.

„Ég er að prófa mig áfram í því sem hentar hverju sinni,“ segir Arna. „Ég prófaði ketó fyrir stuttu og léttist þá töluvert. En þar sem ég er ekki með gallblöðru þá hentar það mér ekki að borða svona hátt hlutfall af fitu yfir langan tíma.“

https://www.instagram.com/p/BsiTSn_AmTt/

Vigtar sig ekki sjálf

Arna fylgist ekki með tölunni á vigtinni. „Gurrý sér um það og ég fer í vigtun til hennar. Hún hnippir í mig ef henni finnst ég vera að fara of hátt upp eða of lágt niður. Eftir að hafa verið í sjö mánuði, stanslaust að hugsa um hvert einasta gramm, þá finnst mér fínt að vita ekkert og hún sér um þetta og lætur mig vita ef einhverju er ábótavant,“ segir Arna.

Markmið Örnu í dag snúa að árangri í ræktinni og gera hreyfingu stærri hluta að daglegu lífi, eins og að ganga í búðina eða hitta vinkonurnar í göngutúr.

Ráð til annarra

Hvaða ráð myndirðu gefa þeim í sömu sporum og þú varst?

„Ekki hætta að reyna að finna eitthvað. Það kemur alltaf eitthvað á endanum sem að smellur. Eins og Biggest Loser var það fyrir mig, en ég veit að það hafa ekkert allir tök á að fá svona mikla aðstoð. En ef maður hættir aldrei að reyna þá kemur eitthvað sem virkar,“ segir Arna.

„Með tímanum mun löngunin koma að hreyfa sig og gefa líkamanum gott og hollt að borða. Ef maður bara prófar aftur og aftur þá mun eitthvað smella. Treystu mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest

Fór að reykja og endaði hangandi utan á háhraðalest
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Norður-Kórea opnar IKEA – En IKEA hefur ekki opnað í Norður-Kóreu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.