fbpx
Laugardagur 28.desember 2024

Hræðilegar augabrúnir íslenskra kvenna: „Þetta var slæmt, afar slæmt“ – „Af hverju sagði enginn neitt“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 25. febrúar 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar kemur að því að fylgja nýjustu tískubylgjunum gefum við Íslendingar ekkert eftir. Ekkert. Við fylgjumst vel með því hvaða fötum fræga fólkið gengur í, hvernig háralitur þeirra er, hvaða frasar eru vinsælir á hverjum tíma og hvernig augabrúnirnar á þeim eru. Já, þið lásuð rétt, hvernig augabrúnirnar á þeim eru.

Fötin skapa manninn, sagði einhver einhvern tímann og hafði sá aðili nokkuð til síns máls. En af hverju sagði enginn neitt varðandi augabrúnir fólks. Það vill nefnilega svo til að útlit, lögun, litur og stærð augabrúna fylgja tískubylgjum nánast jafn hratt og klæðnaður. Ár frá ári eiga sérstaklega konur það til að breyta lögun augabrúna sinna fram og til baka og margar okkar (já, blaðakona telst með) getum prísað okkur sælar yfir því að það séu í raun einhver hár eftir.

Við höfum, plokkað, rakað, vaxað, litað, aflitað og teiknað á þessi undarlegu bogadregnu hár í andliti okkar í aldanna rás. Þá höfum við líklega flestar gleymt eða ekki spáð í upprunalegum tilgangi augabrúnanna en þær eru til þess gerðar að vernda augu okkar frá vatni. Þess vegna eru þær jú bogadregnar, til þess að óæskilegt vatn svo sem sviti eða rigning renni niður með hliðum okkar en ekki beint ofan í augun. Hvað sem því líður þá notum við þessar tvær línur á andliti okkar í flestum tilfellum í fagurfræðilegum tilgangi.

Nú svo er það einu sinni þannig að tískubylgjurnar ganga í hringi. Það sem var flott á síðasta ári en hallærislegt í dag, við þekkjum þetta flest og það er ekki að spyrja að því að augabrúnirnar fylgja með í þessum bylgjum. Það getur því verið skondið að líta aftur í tímann og skoða hvernig augabrúnir íslenskar konur gengu stoltar um með á sínum tíma en skammast sín fyrir í dag. Blaðakona setti sig í samband við hóp kvenna og fékk þær til þess að deila með sér þeirra slæma augabrúna tímabili og birtir þær myndir hér með góðfúslegu leyfi þeirra:

„Byrjaði á að plokka, var síðan óánægð og tók bara ÖLL hárin. Notaði eyeliner til þess að gera strik sem áttu að vera augabrúnir,“ segir Sunna M. Tórshamar Georgsdóttir.

„Þetta var minnir mig árið 2012. Einn góðan dag ætlar eldri systir mín að plokka mig í fyrsta skiptið. Ég er mjög hvatvís og tók upp rakvél og ætlaði rétt að flýta fyrir með því að raka bara litlu hárin sem eru undir af. Það heppnaðist svo vel að ég rakaði hálfa augabrúnina af. Mér fannst það svo ljótt svo ég ákvað bara að raka þær báðar af. Síðan teiknaði ég bara… já.. Þetta. Með svartasta þurr-eyeliner sem ég gat fundið,“ segir Sigrún Sól.

„Þetta hræðilega augabrúnatímabil,“ segir Guðlaug Sif Hafsteinsdóttir.

„Ég var með skelfilegar augabrúnir áður en ég byrjaði að fara í litun og plokkun. Ég skammast mín,“ segir Ásrún Fanný Hilmarsdóttir.

„Ég tók þetta skrefinu lengra og fór í tattoo. Engin hár, ekkert vesen,“segir Gabríela Helgudóttir.

„Fann inn á Ali þennan fína augabrúnapenna. Þreifaði mig áfram og þær voru misstórar á hverjum degi. Skil ekki hvað ég var að hugsa eða hvernig ég gat ekki séð hvað þær voru ýktar og hræðilegar,“ segir Ingibjörg H Heimisdóttir.

„Ég mun seint skilja af hverju Nike sponsaði mig ekki,“ segir Ingibjörg Lilja.

„Já, 2016 og 2017 voru víst svona hjá mér. Allt of þykkar og allt of dökkar. Ég fékk víst að heyra það á hverjum degi en hlustaði aldrei af því að mér var alveg sama. Ég væri alveg til í að slá þessa Laufey fyrir tveimur árum,“ segir Laufey Ösp Grönvold Erlingsdóttir.

„Hélt það væri bara mjög flott að overline-a augabrúnirnar mínar,“ segir Guðrún Júlíana Sigurðardóttir.

„Hef átt mörg hræðileg tímabil en 2012 var klárlega það versta,“ segir Heiðrún María Ólafsdóttir.

„Loksins eitthvað sem ég get tekið þátt í. Getur þetta breyst í keppni? Það yrði sennilega eina keppnin sem ég myndi rústa, ég var með hræðilegar augabrúnir frá 2009-2015,“ segir Sylvía Svava Rögnvaldsdóttir.

Sylvía Svava Rögnvaldsdóttir
Sylvía Svava Rögnvaldsdóttir

„Þetta er ég árið 2013. Ég og bara allir trúa því ekki, ég rakaði aldrei augabrúnirnar mínar en þær voru svooo ljósar og ég fyllti þær með blautum eyeliner. Skammast mín mjög að setja þessa inn. Jesús minn afhverju sagði enginn neitt,“ segir Emilia Johnsen.

„2010 notaði ég svartan augnskugga í augabrúnirnar og litaði ekki einu sinni öll hárin,“ segir Berglind Rós Jónasdóttir.

„2013, svartur eyeliner og plokkarinn. Klikkaði ekki,“ segir Emma Jóhanna.

„Ég árið 2014. Ég notaði eyeliner blýant til þess að krota þær á mig. Þetta er hræðilegt en mér fannst þetta mega töff,“ segir Guðrún Jónsd.

„Ég ætla nú bara að skilja þetta eftir hér,“ segir Paulina Natalia.

„What the hell, ég hef verið með allar gerðir af augabrúnum. Just wait,“ segir Íris Helga.

Íris Helga

 

Íris Helga

„Var alltaf með nokkuð þunnar augabrúnir en allar vinkonur mínar með þykkar. Ég ákvað að þykkja þær með sótsvörtum augabrúnablýanti. Fór aðeins yfir um en pældi ekkert í því á þessum tíma,“ segir Guðný Ísfeld Ragnarsdóttir.

„You ain’t ready for this,“ segir Alda Guðrún Mescudi.

Alda Guðrún Mescudi

„Þessum hryllingi get ég tekið þátt í. Ég veit ekki einu sinni hvort þetta teljist sem augabrúnir,“ segir Hjördís Lilja Andersen.

„Árið 2014 var ekki mitt eyebrow year. Held ég hafi notað brúnan eyeliner og maskara yfir,“ segir Helena Lind Helgadóttir.

„Ekkert toppar þetta,“ segir Maríanna Ósk Berisha.

„Þegar tískan var að vera með sem mest bil á milli greinilega,“ segir Dagný Lena Nilsen.

„Jæja, get ready 2010,“ segir Lilla Szabo.

Lilla Szabo
Lilla Szabo

„Langt á milli, þunnar, litaðar með augnblýanti,“ segir Ninna Karla Katrínardóttir.

„Hvorki svarti Inglot 77 linerinn né svarti gel linerinn frá maybelinne var sparaður í mínar brúnir,“ segir Anna Margrét Sveinsdóttir.

„Hélt ég hefði ekki haft neitt ljótt augabrúna tímabil en svooooo fór ég nokkur ár aftur í tímann,“ segir Arna Bára Karlsdóttir.

„Ég rakaði af mér augabrúnirnar þegar ég var um fimmtán ára. Teiknaði þær svo á,“ segir Sunna Ruth Stefánsdóttir.

Sunna Ruth Stefánsdóttir

„Skil þetta eftir hér,“ segir Hulda Blöndal.

„Það er eins og mínar séu að reyna að hoppa burt frá andliti mínu.. Ég skil þær,“ segir Sóldís Nancy Jónsdóttir.

„Þurfið örugglega að zooma á myndina til þess að finna þær,“ segir Dagný Björt Dagsdóttir.

„Einu sinni var.. Skinka með prik augabrúnir, þetta var málið,“ segir Heiða Bleika.

Heiða Bleika
Heiða Bleika

„Ég veiti eiginlega ekki hvað ég var að spá. Omg, eyeliner augabrúnir 2012,“ segir Lóa Erlendsdóttir.

„Rokkaði sáðfrumuna í nokkur ár,“ segir Kamilla Lind Júlíusdóttir.

Kamilla Lind Júlíusdóttir

„Mínar voru hræðilegar. Alveg upp á enni. Mamma sagði mér alltaf að þær voru of gervilegar og of hátt uppi en það fékk mig bara til þess að vera svona lengur,“ segir Alida Svavarsdóttir.

„Að maður setji þetta á Facebook,“ segir Guðrún Ósk.

„Úffff,“ segir Steina Ósk Eggertsdóttir.

„Trúi því ekki að ég sé að gera þetta en þetta er fyrir ellefu árum síðan,“ segir Sigríður Jóhannsd.

„Dying,“ segir Viktoría Sabína Nikulásdóttir.

Silja Rut Tómadóttir

„Augabrúnirnar eiginlega alveg rakaðar af þannig að það var 20 cm á milli þeirra,“ segir Edda Lovísa Björgvinsdóttir.

„Bara jesús sko,“ segir Dísa Gísla.

„Smá slys. Er með brunasár þarna núna eftir að hafa reynt að ná litnum af,“ segir Guðlaug Ragna Magnúsdóttir.

Jóhanna Perla
Berta Ósk

„Þetta var slæmt, afar slæmt,“ segir Gíslunn Hilmarsdóttir.

„Ég er til vinstri. Með múrsteina á enninu,“ segir Sóldís Gunnarsd.

Emelía Birta Jóhannesdóttir

„Rakaði mínar af þegar ég var sautján vegna þess að ég vildi teikna þær sjálf á,“ segir Guðný Hulda Valdimarsdóttir.

„Það gekk ekki betur en þetta,“ bætir Guðný Hulda við.

Eva Margrét Ásmundsdóttir

„Voða mjóar og fínar, nokkuð töff sko,“ segir Elsa M Víðis.

„Ég teiknaði svona cm yfir mínar náttúrulegu augabrúnir og þær voru of nálægt nefinu mínu líka. Ég var með múrsteina á andlitinu,“ segir Karen Ósk Kristjánsdóttir.

„Því þynnri því betri,“ segir Saga Dröfn Haraldsdóttir.

„Svona átta ár síða, 10. bekkjar myndartaka og vinsælu línurnar,“ segir Daina Paceviciute.

„Ég veit ekki hvort þetta myndu kallast augabrúnir,“ segir Christel Ýr Johansen.

Christel Ýr Johansen
Sesselja Bára

„Ég er með mörg svona tímabil,“ segir Hilma Rún.

Hilma Rún

„Hvað var maður að pæla, þetta er skelfilegt,“ segir Ólafía Inga Ástvaldsdóttir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fær að æfa en ekki með öðrum leikmönnum liðsins

Fær að æfa en ekki með öðrum leikmönnum liðsins
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Segir flugeldasölu til almennings ekkert annað en ofbeldi

Segir flugeldasölu til almennings ekkert annað en ofbeldi
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt

Sr. Davíð Þór Jónsson: Jólahaldið þitt heima í stofu er samfélagsmál, ekki einkamál þitt
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Aftur efnt til undirskriftasöfnunar til stuðnings Helga Magnúsi

Aftur efnt til undirskriftasöfnunar til stuðnings Helga Magnúsi
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra

Íslenskt par í „eyðsluafvötnun“ í janúar – Fjárhagurinn betri og kynlífið reglulegra
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segist ekki vera heimskur og veit að gengið þarf að batna – ,,Trúi að ég sé rétti maðurinn“

Segist ekki vera heimskur og veit að gengið þarf að batna – ,,Trúi að ég sé rétti maðurinn“
Kynning
Fyrir 11 klukkutímum

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 krónur

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 krónur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Hákon gríðarlega vinsæll á vinnustaðnum

Sjáðu myndbandið: Hákon gríðarlega vinsæll á vinnustaðnum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.