fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Zelenskyy heyrir Rússa hvísla þegar J.D. Vance öskrar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. apríl 2025 07:00

JD Vance. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, ræddi við bandarísku sjónvarpsstöðina CBS í síðustu viku. Hann ræddi meðal annars um hvernig hann telur að röksemdir Rússa fyrir innrásinni í Úkraínu fái hljómgrunn í Bandaríkjunum.

Hann sagði að þetta hafi meðal annars komið í ljós á hinum hörmulega fundi hans með Donald Trump, forseta, og J.D. Vance, varaforseta, í Hvíta húsinu í febrúar. Þar helltu Trump og Vance sér yfir Zelenskyy.

„Það er breyttur tónn, breyttur raunveruleiki. Virkilega, já, breyting á raunveruleikanum. Ég hef ekki áhuga á að ræða breyttan raunveruleika sem er kynntur fyrir mér. Fyrst og fremst þá hófum við ekki stríðið. Í mínum huga er þetta eins og varaforsetinn réttlæti aðgerðir Pútíns á einn eða annan hátt. Ég reyndi að segja: „Þú getur ekki leitað að einhverju í miðjunni. Það er einn árásaraðili og eitt fórnarlamb. Rússarnir eru árásaraðilinn og við erum fórnarlambið.“

Hann ræddi einnig almennt séð hvernig honum finnst sem rök Rússa hafi hlotið hljómgrunn hjá valdamiklum Bandaríkjamönnum: „Ég held að því miður hafi rússneska útgáfan náð fótfestu í Bandaríkjunum. Hvernig er hægt að vera vitni að tapi okkar og þjáningum, að skilja hvað Rússar gera og samt telja að þeir hafi ekki byrjað þetta stríð? Þetta fellur að þeim miklu áhrifum sem rússnesk upplýsingapólitík hefur á Bandaríkin, bandarísk stjórnmál og bandaríska stjórnmálamenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Í gær

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili

Misþyrmdi stjúpsonum sínum margsinnis á löngu tímabili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni

Mafíuleg aftaka í Róm – Kínverskur glæpaforingi skotinn til bana ásamt eiginkonu sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi

Vitni segja dótturina hafa beitt foreldra sína líkamlegu ofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump fjarlægði málverk af Obama og setti eitt af sjálfum sér í staðinn

Trump fjarlægði málverk af Obama og setti eitt af sjálfum sér í staðinn