Wayne Rooney gæti óvænt fengið stjórastarfið hjá enska B-deildarliðinu Blackburn. Talksport segir frá þessu.
Rooney var rekinn frá Plymouth fyrr á leiktíðinni, en Manchester United goðsögninni hefur ekki tekist að koma stjóraferlinum á flug.
Nú gæti hann fengið annan möguleika í stóru starfi en sæti Valerien Ismael, sem hefur aðeins stýrt Blackburn í átta leikjum, er sagt farið að hitna nú þegar.
Hefur Frakkinn aðeins landað einum sigri, í síðasta leik gegn Luton. Sex af þessum átta leikjum hafa verið töp.
Það gæti því farið svo að Rooney verði aftur stjóri í næstefstu deild Englands á næstu leiktíð.