fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. apríl 2025 14:30

Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsnet hefur sett upp tilkynningaskilti í öllum starfsstöðvum sínum þar sem greint er frá nýrri uppljóstrararás, öðru nafni „Whistle Blower“ kerfi, fyrir trúnaðartilkynningar hjá Landsneti. Er starfsfólk og aðrir hvattir til að nýta sér kerfið til að tilkynna um lögbrot og aðra óásættanlega háttsemi.

Um er að ræða vettvang fyrir nafnlausar trúnaðarupplýsingar. Segir að kerfinu sé ætlað að draga fram mál sem annars hefðu ekki komið í ljós.

Nýlega var skipt um stjórn Landsnets og vaknaði hjá DV sú spurning hvort verkefnið væri til merkis um áherslubreytingu í starfseminni. Svo er ekki en DV fékk eftirfarandi svar frá upplýsingasviði fyrirtækisins:

„Tilgangurinn er að gera starfsfólki Landsnets eða utanaðkomandi aðilum kleift að tilkynna um meint misferli, lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi sem starfsfólk Landsnets, stjórnendur, stjórnarmenn eða birgjar kunna að hafa framið.

Við höfum lengi verið með sambærilegt kerfi fyrir starfsfólk, en ákváðum að gera það aðgengilegt fyrir alla á síðasta ári. Þetta ferli og kerfi er því ekki tengt nýrri stjórn eða breyttum vinnubrögðum, heldur almennt góðum og gagnsæjum vinnubrögðum sem við viljum viðhafa hjá okkur.  

Kerfið tryggir nafnleynd fyrir þá aðila sem vilja tilkynna um meint misferli í stað þess að nýta hefðbundnar samskiptaleiðir. Gerð er krafa um slíka ferla í sjálfbærnistöðlum og einnig er eðlilegt að tryggja örugga innleiðingu á lögum um vernd uppljóstrara, nr. 40/2020.  

Í lögunum er kveðið á að í fyrirtækjum eða á öðrum vinnustöðum þar sem eru 50 starfsmenn eða fleiri að jafnaði á ársgrundvelli skal atvinnurekandi í samráði við starfsmenn setja reglur um verklag við uppljóstrun starfsmanna um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi. Þá vil ég einnig benda þér á þær upplýsingar sem eru að finna á vef Landsnets þ.m.t. upplýsingar um kerfið sjálft.

Það er rétt að benda á að Landsnet er ekki eina fyrirtækið með slíkt kerfi. Fjölmörg fyrirtæki hafa þannig innleitt sambærilega ferla og kerfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Nafn hins látna

Harmleikurinn í Garðabæ: Nafn hins látna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Dóttirin áfram í gæsluvarðhaldi

Harmleikurinn í Garðabæ: Dóttirin áfram í gæsluvarðhaldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð

Flugmaður fékk fyrir hjartað í háloftunum nálægt Íslandi – Neyðarlending gerð