fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Pressan

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Pressan
Laugardaginn 19. apríl 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneski hershöfðinginn Ivan Popov hefur fengið þá ósk sína uppfyllta að snúa aftur á vígvöllinn í Úkraínu. Popov var rekinn úr starfi sumarið 2023 eftir að hann náðist á upptöku gagnrýna rússneska varnarmálaráðuneytið, en á þeim tíma var hann yfirmaður rússneska hersins í suðurhluta Úkraínu.

Sjá einnig: Rússneskur hershöfðingi segist hafa verið rekinn eftir að hafa gagnrýnt ráðuneytið

Hann stýrði herdeildum sem börðust meðal annars í Zaporizjzja og er einn hæst setti rússneski hershöfðinginn sem hefur komið að innrás Rússa í Úkraínu. Brottrekstur hans fór illa í harðkjarna rússneska þjóðernissinna sem sögðu að verið væri að reka hann til að breiað yfir vandræði rússneska hersins í Úkraínu.

En Popov fékk tækifæri á að sanna sig á nýjan leik og var hann sendur til Sýrlands til að veita rússneskum hersveitum stuðning þar. Í maí á síðasta ári var hann aftur á móti handtekinn vegna gruns um svik sem hann hefur neitað fyrir.

Saksóknarar héldu þó áfram með málið og átti hershöfðinginn fyrrverandi yfir höfði sér sex ára fangelsi. Hann baðst vægðar í opnu bréfi sem hann skrifaði Vladimír Pútín Rússlandsforseta og sagðist vilja snúa aftur á vígvöllinn í stað þess að sitja aðgerðalaus í fangelsi með alla sína reynslu.

Í síðustu viku var greint frá því að rússnesk yfirvöld hefðu orðið við þessari beiðni hans og mun Popov taka við sem yfirmaður einnar af Storm Z-sveitunum svokölluðu sem berjast í fremstu víglínu. Þessar sveitir eru meðal annars skipaðar föngum og er dánarhlutfall í þessum deildum býsna hátt.

CNN ræddi við Katerynu Stepanenko hjá Institute for the Study of War í Washington sem segir að með þessu séu Rússar að senda Popov í opinn dauðann, eða því sem næst. Að taka við þessari sveit sé eins og „fá dauðadóm“.

Stepanenko segir að Pútín virðist hafa komið sér upp kerfi þar sem einstaklingar sem einhverra hluta vegna falla í ónáð, til dæmis Popov, fái tækifæri til að sanna sig að nýju gegn því að fara aftur á vígvöllinn í hættulegar aðstæður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump urraði reiðilega á blaðamann sem bar upp áleitna spurningu -„Þetta er ástæðan fyrir því að enginn horfir á ykkur lengur“

Trump urraði reiðilega á blaðamann sem bar upp áleitna spurningu -„Þetta er ástæðan fyrir því að enginn horfir á ykkur lengur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kína segir Bandaríkjunum að hætta að væla um að vera fórnarlamb – Bandaríkin boða hækkun tolla í allt að 245%

Kína segir Bandaríkjunum að hætta að væla um að vera fórnarlamb – Bandaríkin boða hækkun tolla í allt að 245%
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk bregst við sögulegum óvinsældum og segist vera að tapa stríðinu

Musk bregst við sögulegum óvinsældum og segist vera að tapa stríðinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hefur þú notað kaffifilter rangt alla tíð?

Hefur þú notað kaffifilter rangt alla tíð?