fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Drápu 500 ára gamlan Íslending fyrir slysni – Bar nafnið Ming

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 18. apríl 2025 16:00

Skelfiskar eru mögnuð dýr. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við Bangor háskólann í Wales í Bretlandi drápu óvart mörg hundruð ára gamlan skelfisk sem fannst við Íslandsstrendur. Skelfiskurinn hafði verið lifandi frá því fyrir siðaskipti.

Greint var nýlega frá málinu í blaðinu Onet en málið kom upp fyrir nærri 20 árum síðan.

Drápu öldunginn

Vísindamenn fundu skelfiskinn í rannsóknarsiglingu við Íslandsstrendur árið 2006. Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka loftslagsbreytingar á norðurslóðum þúsund ár aftur í tímann. Skelfiskar geta veitt vísindamönnum miklar upplýsingar um jarðsöguna, það er upplýsingar sem leynast í skeljum þeirra.

Bæði lifandi og dauðum skelfiskum var safnað. Til þess að aldursgreina skelfiskana þarf hins vegar að opna skeljarnar og við það drepast þeir.

Vísindamennirnir gátu því ekki vitað að þeir væru að drepa einstakan rúmlega 500 ára gamlan skelfisk sem þeir fundu í rannsóknarleiðangrinum við Ísland.

Orðinn miðaldra þegar Jón Arason var höggvinn

Fyrstu aldursgreiningar sýndu að skelfiskurinn væri á bilinu 405 til 410 ára gamall. Það er að hann hefði orðið til í kringum aldamótin 1600. Nánari greiningar á skelfisknum sýndu hins vegar að hann væri 507 ára gamall. Það er hefði orðið til árið 1499.

Á þeim tíma voru ekki nema 7 ár síðan Kristófer Kólumbus sigldi fyrst til Ameríku. Hinrik VII, fyrstur Tudora, var Englandskonungur og Ferdinand og Ísabella höfðu hrundið yfirráðum múslima á Spáni. Hér á Íslandi börðust enskir og þýskir kaupmenn um leyfi til að versla og trúarbragðadeilur á milli mótmælenda og kaþólikka voru í aðsigi og endaði með aftöku biskupsins Jóns Arasonar í Skálholti árið 1550. Þá var skelfiskurinn Ming hins vegar kominn vel á sextugsaldur.

Ming var kominn vel á sextugsaldur þegar Jón Arason var höggvinn í Skálholti en hann sá það ekki, enda var hann skelfiskur. Mynd/Wikipedia

Talið er tölfræðilega ómögulegt að þetta sé elsti skelfiskurinn sem lifir við Ísland. Þessi var fyrir tilviljun gripinn í litlu úrtaki. Samkvæmt vísindamönnum við Bangor háskóla þá eru aðstæðurnar hér einkar hagstæðar til langlífis fyrir tegundina.

Vel varðir fyrir rándýrum

Það að skelfiskur lifi í 500 ár er hins vegar ekki algengt. Algengara er að þeir verði um 100 ára, meðal annars skelfiskar af sömu tegund sem hafa verið aldursgreindir við strendur Bandaríkjanna, Írlands og Bretlands. Þeir sem leggja sér þá til munns eru líklegast að borða lífveru sem er mun eldri en þeir sjálfir.

En hvers vegna verða þessir skelfiskar svona háaldraðir? Ein af ástæðunum er talin vera sú að þeir eru einstaklega vel varðir fyrir rándýrum, með sínar hörðu, þykku og lokuðu skeljar. Þá er einnig talið að tegundin hafi þróað með sér viðspyrnu við náttúrulegri öldrun. Ekki er vitað hversu gamlir þeir geta orðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sólveig Anna hjólar í Sóleyju Tómasdóttur og útskýrir hvers vegna hún vill ekki lengur kalla sig femínista – „Þannig upplifi ég það“

Sólveig Anna hjólar í Sóleyju Tómasdóttur og útskýrir hvers vegna hún vill ekki lengur kalla sig femínista – „Þannig upplifi ég það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum

Hrottaleg nauðgun á annan í jólum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Landsnet hvetur starfsfólk til að tilkynna um lögbrot og ámælisverða háttsemi