Kvikmyndatökumaðurinn Óttar Guðnason hefur sett íbúð sína við Framnesveg í Reykjavík á sölu.
Íbúðin er 109 fm, efsta hæð í húsi sem var byggt árið 2019.
Íbúðin skiptist í eldhús sem er opið inn í alrými og er útgengt út á svalir frá stofu, tvö svefnherbegi, annað með fataherbergi undir súð og útgengt út á svalir, baðherbergi og þvottahús.
Gegnheilt chevron parket er á gólfum, vandaðar flísar á votrýmum og teppi á stigagangi sem er innan íbúðar. Hljóðmottur frá Ebson eru í loftum alrýmis og eldhúsið er með eyju, SMEG gaseldavél og bakaraofni í vinnuhæð.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.