„Ég hef stundum verið spurð að því hvort ég hafi upplifað þetta sjálf. Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér, varðandi konur í kringum mig. En ég upplifi þetta ekki sjálf gagnvart öðrum konum. Væntanlega af því að ég er búin að taka meðvitaða ákvörðun um það að finna mér konur sem vegna betur en ég, konur sem ég lít upp til, konur sem eru mínar fyrirmyndir og ég er aldrei í samkeppni við þær,“ segir hún.
Linda segist ekki vera í samkeppni við aðrar konur heldur lærir hún af öðrum konum, notar þær sem innblástur til að ná sjálf enn legnra.
„Ég er að læra af þeim og nota þær sem innblástur, til þess að ná lengra með sjálfa mig og mitt líf og ég nota þær sem hvatningu til að lyfta mér upp á næsta level, aldrei til þess að rífa mig niður. Og ég veit líka að það er til nóg handa öllum, þó einhverri annarri konu vegni betur en mér á nýti ég það ekki til þess að draga mig niður því að það er nóg til handa öllum og ég fæ innblástur frá því.“
Horfðu á myndbandið hér að neðan. Smelltu hér ef þú sérð það ekki eða prófaðu að endurhlaða síðuna.
View this post on Instagram