Forráðamenn Real Madrid eru sagðir opnir fyrir því að losa sig við Vinicius Jr í sumar en lið frá Sádí Arabíu hafa sýnt áhuga.
Sky Sports fjallar um málið og segir að Real Madrid sé með plan.
Sky segir að forráðamenn Real Madrid ætli að hjóla í Erling Haaland og reyna að klófesta hann.
Haaland gerði nýjan samning við City í vetur og því ólíklegt að forráðamenn Manchester City vilji selja hann.
Vinicius Jr hefur fengið mikla gagnrýni á þessu tímabili og því eru forráðamenn Real Madrid opnir fyrir því að selja hann til Sádí.