fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Fréttir

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 12:30

Hjólin teppa oft gangstéttir og valda slysahættu. Mynd/Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur skapast um deilirafhlaupahjól og fráganginn á þeim. Eru margir orðnir pirraðir á því að þau liggi eins og hráviði og teppi gangstéttir, til dæmis fyrir umferð hjólastóla.

„Sem ágætlega duglegur Hopp notandi fer það í mínar fínustu hversu oft ég sé hjólin á víð og dreif, yfirleitt þvert yfir göngustíga,“ segir málshefjandi umræðunnar á samfélagsmiðlinum Reddit. Birtir hann mynd sem sýnir tvö hjól liggja þvert yfir þrönga gangstétt.

„Kannski er það meðvirkni hjá mér að reisa þau alltaf við en ég verð bara að spyrja hvaða sjálfhverfu bjánar eru að skjótast til á þessu og láta þau svo falla bara þar sem þau standa,“ segir hann. „Er þetta kannski ástæðan fyrir því að maður finnur oft hjól á góðri hleðslu sem neitar svo að kveikja á sér vegna þess að rafbúnaðurinn gæti hafa laskast eftir að stýrið hrapaði í gangstéttina?“

Skemmdarverk unnin

Hvað þetta einstaka tilfelli varðar er fólk ekki sammála um. Sumir kenna krökkum um en aðrir segja að vindurinn hljóti að vera sá seki. En þetta er ekki einangrað tilvik og netverjar eru margir sammála um að þetta sé útbreitt vandamál. Það er slæm umgengni varðandi deilirafhlaupahjól.

„Það eru yfirleitt ekki notendur hjólanna sem fara svona með þau, sérstaklega ekki ef þú sérð 4 hjól á hlið á sama stað,“ segir einn sem nefnir vísvitandi skemmdarverk. „Svo er ekki langt síðan haft var uppi á manni sem gekk á milli hjólanna og klippti á vírana.“

Myndir skili litlu

Nefnt er að hjá einhverjum fyrirtækjum á Íslandi og á Norðurlöndum þurfi notendur að taka ljósmynd af hjólinu til að sýna fram á hvernig þeir skildu við það. Einn nefndir hins vegar að það skili litlu.

Sjá einnig:

Alvarleg slys á rafhlaupahjólum hafa tífaldast

„Þessar myndir eru bara hvítþottur fyrir þessi fyrirtæki, yfirklór til að láta líta út fyrir að þau séu að gera eitthvað,“ segir hann. „Þau hafa allar upplýsingar sem þau þurfa til að sekta þá notendur sem leggja illa án þess að það séu teknar myndir. Vandamálið er að þau vilja hafa þetta svona, að dreifa hjólunum sem víðast og þar sem þau eru sem mest fyrir er stór hluti af markaðáætluninni þeirra. Öll fyrirtæki væru ánægð ef fólk væri bókstaflega dettandi um vöruna þeirra um alla borg, alveg ókeypis og í leiðinni fá þau fría dreifingu. Algjör snilld er það ekki?“

Þá er einnig nefnt að í sumum borgum sé hreinlega bannað að leggja rafhlaupahjólum nema á tilteknum stöðum.

Lokar gangstéttum og er hættulegt

Einn nefnir að þetta sé sérstaklega slæmt fyrir fólk í hjólastólum. Það eigi stundum erfitt með að komast leiðar sinnar vegna þessa.

„Ömurlegt þegar þau eru liggjandi á miðri gangstétt. Skerðir aðgengið fyrir fólk í hjólastól mjög mikið. Hef séð þar sem það var ekki fræðilegur að komast fram hjá hjólunum þar sem þau lokuðu alveg gangstéttinni,“ segir hann. „Það væri best ef bannsvæðunum þar sem er bannað að leggja hjólunum væri fjölgað. Þannig að svæði þar sem eru ítrekuð vandamál verðu að bannsvæði. Og oft eru þau skilin á fáránlegustu stöðum á hjólastígum, sem er alveg stórhættulegt því þetta er ekki allt of augljóst eftir að þetta er dottið niður, og auðvelt að hjóla á þetta, detta og meiða sig.

Annar nefnir að þetta sé einnig mjög hættulegt fyrir aðra vegfarendur. Til dæmis þá sem eru á reiðhjólum.

„Oft eru þau skilin á fáránlegustu stöðum á hjólastígum, sem er alveg stórhættulegt því þetta er ekki allt of augljóst eftir að þetta er dottið niður, og auðvelt að hjóla á þetta, detta og meiða sig,“ segir hann. „Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu þurfa taka sig til og útbúa sérsvæði þar sem þessu er lagt á öruggan hátt. Það er á ekki að vera í lagi að parka þessu hvar sem er, alveg eins og ég má ekki leggja bílnum mínum á miðri aðalbraut.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Erlent þjófagengi herjar á Gullsmiðju Ófeigs og eigandinn hefur fengið nóg – „Hvern er persónuvernd að vernda?“

Erlent þjófagengi herjar á Gullsmiðju Ófeigs og eigandinn hefur fengið nóg – „Hvern er persónuvernd að vernda?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vigdís fagnar 95 ára afmæli í dag – Á sér enga ósk heitari en þessa

Vigdís fagnar 95 ára afmæli í dag – Á sér enga ósk heitari en þessa
Fréttir
Í gær

Fyrst glöddust Rússar yfir tollum Trump – Síðan rann alvarleikinn upp fyrir Kremlverjum

Fyrst glöddust Rússar yfir tollum Trump – Síðan rann alvarleikinn upp fyrir Kremlverjum
Fréttir
Í gær

Unglingahópur réðst á mann til að geta birt ofbeldismyndband á samfélagsmiðlum

Unglingahópur réðst á mann til að geta birt ofbeldismyndband á samfélagsmiðlum
Fréttir
Í gær

Björk var farin að njósna um dóttur sína til að geta bjargað henni – „Hann nánast drap hana“

Björk var farin að njósna um dóttur sína til að geta bjargað henni – „Hann nánast drap hana“
Fréttir
Í gær

Mikilvægt að lágmarka líkur á innbrotum

Mikilvægt að lágmarka líkur á innbrotum