Myndband sem tekið var úr eftirlitsmyndavél í dýragarðinum sýnir hvernig fílarnir mynduðu einskonar varnarmúr utan um ungviðið í hjörðinni.
Skjálftinn var nokkuð snarpur en olli þó sem betur fer minniháttar skemmdum.
Á myndbandinu sést að fílarnir vissu til að byrja með ekki alveg hvaðan á sig stóð veðrið þegar jörðin byrjaði skyndilega að hristast undir fótum þeirra.
Þeir náðu fljótt áttum og tóku Ndula, Umngani og Khosi, þrír fullorðnir fílar í hjörðinni, sig til og mynduðu hring utan um tvo sjö ára kálfa sem eru í hjörðinni, þau Zuli og Mkhaya. Zuli, sem er karlkyns, reyndi að sýna örlítið sjálfstæði með því að vera á jaðrinum.
Eldri fílarnir voru með eyrun sperrt og sneru baki í hvorn annan til að ná sem bestri yfirsýn yfir hugsanlega hættu. Svona stóðu þeir í um fjórar mínútur uns „hættan“ var liðin hjá. Þeir endurtóku svo þennan sama leik þegar minni eftirskjálfti reið yfir skömmu síðar.
Fílar eru miklar félagsverur og nota margvísleg samskiptaform sín á milli, þar á meðal hljóð, snertingu og líkamsstöðu.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.