fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Pressan

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Pressan
Föstudaginn 18. apríl 2025 22:00

Dorothy Vallancourt, síðar Hess.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú í mars báru yfirvöld kennsl á líkamsleifar sem fundust fyrir næstum 60 árum. Börn hennar geta loksins syrgt móðurina sem þau hafa leitað að síðan hún hvarf.

Konan, Dorothy Vaillancourt, fannst í fjallshlíð á San Francisco-svæðinu árið 1966, en yfirvöld vissu ekki hver hún var. Hún var grafin í ómerktri gröf og kölluð Marin County Jane Doe. Gröfin fær loksins nafn þeirrar sem þar hvílir.

Penelope Vaillancourt var 15 ára þegar móðir hennar hvarf og eyddi áratugum í að leita að henni víðs vegar um San Francisco-svæðið. Þegar hún sat í strætó í borginni sá hún konur ganga um sem líktust mömmu sinni. 

„Ég stökk út úr strætó, hljóp á eftir þeim og horfði í andlit þeirra. En þetta var aldrei hún.“

Árið 2022 sendi sýslumaður Marin-sýslu, í samstarfi við dómsmálaráðuneyti Kaliforníu, sönnunargögn til rannsóknarstofunnar Othram Labs í Texas, sem notaði háþróaða DNA-próf tækni ​​til að byggja upp prófíl og bera kennsl á ættingja Vaillancourt.

Vaillancourt ólst upp í Tasmaníu, eyríki í Ástralíu. Hún var hjúkrunarfræðingur í Sydney í seinni heimsstyrjöldinni, þar sem hún hitti Francois Vaillancourt. Þau giftu sig og bjuggu í San Francisco þar sem þau eignuðust sjö börn. Francois vann sem málari og Dorothy hélt áfram að starfa við hjúkrun.

Erfiðleikar fóru að koma upp í hjónabandinu. Þau skildu og Dorothy glímdi við drykkju og var komið fyrir á áfangaheimili. Vegna vanhæfni hennar til að gegna vinnu var börnunum komið fyrir á nokkrum  munaðarleysingjahælum í San Francisco. 

Ári síðar kynntist Dorothy þjóðverja að nafni Hermann Hess, þau giftu sig árið 1964 og keyptu hús. Börn Dorothy fluttu inn á heimilið, sem Penelope segir ekki hafa verið hamingjusamt heimili. Eftir að átök brutust út milli systkinanna og Hess, þar sem Penelope segir stjúpföður hennar hafa reynt að kyrkja sig, var lögreglan kölluð til og hann handtekinn. Börnin fluttu til föður síns og voru í litlum samskiptum við móður sína eftir það.

Þann 18. desember 1966 var 15 ára drengur að skjóta með loftriffli nálægt ströndinni í Tiburon, þegar hann fann líkamsleifar í fjallshlíð. Konan var í rauðum bómullarkjól, regnfrakka og hvítum slopp. Hún var með úr á handlegg og skórnir hennar voru við hlið hennar. Dánardómstjóri mat að hún hefði verið látin í um tvo mánuði en engin dánarorsök var ljós og konan var ekki með nein brotin bein. Engin kennsl voru borin á konuna, þrátt fyrir að fréttir hafi verið birtar um líkfundinn.

Frétt The Daily Independent Journal 20. desember 1966.

Þremur dögum síðar steig slökkviliðsmaður fram og sagði konu klædda sams konar kápu og látna konan klæddist hafa ráfað inn á slökkviliðsstöð hans  í desember 1966. Konan bað um peninga fyrir leigubíl eða gista fengi hún þá ekki. Slökkviliðsmaðurinn neitaði og sagðist síðast hafa séð hana ganga niður götuna. 

Penelope og önnur systkini hennar eyddu mörgum árum í að leita að móður sinni. Fyrir nokkru síðan hafði Penelope farið að lesa sér til um ættarsögu sína og eftir að hafa vafrað á netinu ákvað hún að deila DNA upplýsingum sínum í gegnum vefsíðu á netinu. Í desember 2024 fékk hún símtal frá sýslumanninum í Marin-sýslu um að DNA hennar samsvaraði konu sem fannst látin árið 1966. 

Sumir eftirlifandi fjölskyldumeðlimir Vaillancourt telja að Hess hafi eitthvað haft að gera með dauða Vallancourt, en dánarorsök hennar er enn óþekkt.

„Ég veit ekki hvernig hún endaði þarna. Var hún drepin? Keyrði einhver á hana? Rak hún sig í eitthvað og datt? Ég fór á staðinn þar sem hún fannst til að athuga hvort ég myndi finna eitthvað, en svo var ekki,“ segir Penelope.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump urraði reiðilega á blaðamann sem bar upp áleitna spurningu -„Þetta er ástæðan fyrir því að enginn horfir á ykkur lengur“

Trump urraði reiðilega á blaðamann sem bar upp áleitna spurningu -„Þetta er ástæðan fyrir því að enginn horfir á ykkur lengur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kína segir Bandaríkjunum að hætta að væla um að vera fórnarlamb – Bandaríkin boða hækkun tolla í allt að 245%

Kína segir Bandaríkjunum að hætta að væla um að vera fórnarlamb – Bandaríkin boða hækkun tolla í allt að 245%
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 5 dögum

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd

Frænka Menendez-bræðranna flutt á sjúkrahús eftir að hafa séð hræðilega ljósmynd
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk bregst við sögulegum óvinsældum og segist vera að tapa stríðinu

Musk bregst við sögulegum óvinsældum og segist vera að tapa stríðinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hefur þú notað kaffifilter rangt alla tíð?

Hefur þú notað kaffifilter rangt alla tíð?