Margir hugsa að hún hafi fengið innblástur frá ástralska arkitektinum Biöncu Censori. Bianca er fyrrverandi eiginkona rapparans Kanye West, þau hættu bara saman á dögunum. Julia Fox var í sambandi með rapparanum um tveggja mánaða skeið, stuttu eftir að hann og raunveruleikastjarnan Kim Kardashian skildu. Hún hefur sagt að hann hafi stjórnað því sem hún klæddist á meðan sambandi þeirra stóð.
Julia, 35 ára, var nánast berrössuð, í húðlituðum sokkabuxum, ljósri korsilettu og brúnum stuttum leðurjakka.
Útlit hennar vakti mikla athygli og líktu aðdáendur fötum hennar saman við klæðnað Biöncu Censori, 30 ára. Margir muna kannski eftir því þegar Bianca klæddist rfrægu gegnsæju regnkápunni og skikkjunni sem skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið.
Sjá einnig: Bianca Censori buxnalaus vekur athygli – Svona klæðir hún sig í kringum börn Kanye West