2. umferð Bestu deildar karla lauk í gær með tveimur frábærum leikjum, KR og Valur gerðu meðal annars 3-3 jafntefli.
Í hinum leiknum var það Stjarnan sem vann ÍA 2-1 þar sem Guðmundur Baldvin Nökkvason var hetja liðsins.
Víkingur vann öruggan sigur á KA á meðan Fram vann magnaðan endurkomusigur, 4-2 á Breiðablik.
ÍBV og Afturelding skildu jöfn og FH tapaði fyrir Vestra á útivelli.
Hér að neðan er lið umferðinnar af Fotmob sem unnið er út frá tölfræði.