Þetta sagði hann í samtali við The Times og skýrir þar hugsanlega frá sýn Trump á framtíð Úkraínu.
Hugmyndin er sótt í skiptingu Þýskalands og Berlínar eftir síðari heimsstyrjöldina. „Þetta gæti líkst því sem gerðist í Berlín eftir síðari heimsstyrjöldina, þar sem voru rússneskt svæði, franskt svæði, breskt svæði og bandarískt svæði,“ sagði Kellogg.
Bandaríkin hafa reynt að koma á friði í Úkraínu síðustu tvo mánuði en eins og kunnugt er þá sagði Trump ítrekað í kosningabaráttunni á síðasta ári að hann gæti komið á friði í Úkraínu á fyrstu 24 klukkustundum sínum í Hvíta húsinu. Nú eru þó liðnar gott betur en 24 klukkustundir og ekki að sjá að friður sé í augsýn. Vladímír Pútín, Rússlandsforseti og að margra mati vinur Trump, virðist ekki hafa mikinn á huga á að semja um frið.
The Times sagði að ummæli Kellogg veiti „bestu innsýnina“ í framtíðarsýn Trump fyrir Úkraínu til þessa.