Dagbladet skýrir frá þessu og segir að Dossier hafi rætt við Gleb Karakulov, fyrrum yfirmann í rússnesku leyniþjónustunni FSO, um þetta. Hann flúði frá Rússlandi 2022.
Hann sagði Dossier að þeir sem velja kandídata til starfa í lífvarðarsveit Pútíns noti mjög þróaðar aðferðir við vinnu sína, það sé gert til að finna örugglega réttu lífverðina.
Lífverðirnir þurfa að uppfylla margar kröfur. Þeir þurfa að vera í góðu líkamlegu formi, hafa reynslu af bardagaíþróttum, vera hávaxnir, stuttklipptir, nauðrakaðir og ekki með húðflúr.
Þeir verða einnig að ganga undir fjölda lygaprófa og fara margoft í sálfræðimat til að hægt sé að tryggja að þeir séu hundtryggir föðurlandsvinir.
Auk þess að notast við SBP, þá hefur Pútín einnig starfsfólk frá FSO í hlutverki kokka sem hafa hlotið sérstaka þjálfun í meðferð skotvopna og bardagaíþróttum.
Talið er að um 100 manns fylgi Pútín þegar hann leggur land undir fót. Þeirra á meðal eru lífverði, leyniskyttur, lífverðir með hunda og kafarar. Það eru aðeins lífverðirnir sem vita hver ferðaáætlun Pútíns er hverju sinni.
Til að rugla óvini forsetans í ríminu, eru bílalestir, með bílum forsetans, stundum sendar af stað til að láta líta út fyrir að hann hafi yfirgefið heimili sitt, þrátt fyrir að hann sé þar enn.