Manchester United er opið fyrir því að selja Rasmus Hojlund í sumar, en bara fyrir rétta upphæð.
Danski framherjinn gekk í raðir United frá ítalska liðinu Atalanta fyrir tæpum tveimur árum en hefur ekki tekist að heilla á Old Trafford.
Miðlar á Ítalíu segja að hann gæti snúið aftur til landsins og hefur Hojlund meðal annars verið orðaður við Juventus og Napoli.
Þá segja ítölsku miðlarnir enn fremur að United muni biðja um rúmar 50 milljónir punda fyrir að sleppa Hojlund.
Mikil uppstokkun er framundan á Old Trafford í sumar eftir ömurlegt tímabil. Ruben Amorim hefur ekki tekist að snúa gengi liðsins við frá því hann tók við síðasta haust.
Menn á borð við Antony, Jadon Sancho og Marcus Rashford, sem eru allir úti á láni, verða einnig til sölu og sennilega fleiri til.