Takkar, merki, þvottaprógrömm og sápuhólf geta þó, sérstaklega í upphafi, virst svolítið flóknir hlutir og geta jafnvel pirrað suma. En við lærum á þetta með tímanum og þá ganga hlutirnir yfirleitt vel fyrir sig.
Þú hefur örugglega tekið eftir að þvottaefnisskúffunni er skipt niður í þrjú hólf. Þau hafa öll sitt hlutverk en þótt ótrúlegt megi virðast, þá vita margir ekki hvert hlutverk þriðja hólfsins er.
Hólfið sem er lengst til vinstri er fyrir þvottaefnið, hvort sem það er í fljótandi formi eða duft.
Miðjuhólfið er fyrir mýkingarefnið.
En hvað er þá þriðja hólfið fyrir? Það er fyrir forþvott ef hann er notaður. Forþvottaprógrömm henta vel ef fötin eru mjög óhrein. Það er mjög snjall leikur að setja þvottaefni í þetta hólf ef forþvottaprógramm er notað, fötin verða þá mun hreinni.