Kevin De Bruyne gæti endað hjá Lionel Messi og félögum í Inter Miami í sumar. Football Insider heldur þessu fram.
Hinn 33 ára gamli De Bruyne er á förum frá Manchester City í sumar eftir frábæran áratug hjá félaginu og áhuginn á honum er eðlilega mikill.
Félög í MLS-deildinni vestan hafs, sem og í Sádi-Arabíu, vilja fá Belgann og samkvæmt nýjustu fréttum vill stjörnum prýtt lið Inter Miami fá hann.
De Bruyne hefur þó einnig verið orðaður við nýtt félg, San Diego, í sömu deild. Talið er að yfirmenn deildarinnar vilji heldur að hann fari þangað, með hag deildarinnar fyrir brjósti.