Arsenal er tilbúið að skoða það að fá Jorrel Hato 19 ára varnarmann Ajax í sumar. Hann hefur lengi vakið athygli.
Til að Arsenal geti fest kaup á Hato ætlar Arsenal að skoða það að selja Jakub Kiwior.
Kiwior er pólskur varnarmaður sem hefur ekki verið í stóru hlutverki frá því að hann kom til félagsins.
Hato getur einnig leikið sem bakvörður en hann hefur þrátt fyrir ungan aldur mikla reynslu með félagsliði og hollenska landsliðinu.
Í fréttum kemur einnig fram að Arsenal ætli sér ekki að kaupa Raheem Sterling sem hefur verið á láni frá Chelsea í vetur.