Vinicius Jr kantmaður Real Madrid hefur ekki mikinn áhuga á því að fara til Sádí Arabíu í sumar samkvæmt fréttum.
Al-Nassr hefur haft mikinn áhuga á því að fá landsliðsmanninn frá Brasilíu.
Nú segir Talksport að forráðamenn Al-Nassr séu farnir að horfa í það að fá Luis Diaz frá Liverpool.
Horfir félagið í það að Diaz komi og sé líklegri kostur til að landa frekar en Vinicius Jr.
Talið er að Liverpool sé tilbúið að hlusta á tilboð í Diaz en Arne Slot hefur boðað breytingar í sumar.