Agustina Cosachov sem var sálfræðingur Diego Maradona hafnar því að hafa stundað kynlíf með skjólstæðingi sínum, hún er ein af þeim sem er grunuð um saknæmt athæfi þegar kom að andláti Maradona.
Maradona lést árið 2020 þegar hann var sextugur, læknateymi hans er undir grun um að hafa borið ábyrgð á andláti hans.
Réttarhöld eru nú í gangi í Argentínu þar sem fólkið svarar til saka.
Textaskilaboð úr síma Agustina Cosachov komu fram í réttarhöldunum en þar segir. „Þú reiðst feita manninum,“ sagði í skilaboðunum til Agustina Cosachov.
Hún svaraði þeim og virtist játa þá. „Hahahah, meðferð er meðferð og við notum mismunandi tækni,“ sagði Agustina Cosachov í svari sínu.
Hún hafnar þessu núna og segir þetta misskilning og að skilaboðin séu tekin úr samhengi en hún hafnar því einnig að hafa borið ábyrgð á andláti Maradona sem er einn besti knattspyrnumaður sögunnar.