Chelsea er að leiða kapphlaupið um Liam Delap framherja Ipswich sem er falur fyrir 30 milljónir punda í sumar.
Þessi 22 ára gamli leikmaður er kominn með 12 mörk í 30 leikjum fyrir fremur slakt lið Ipswich, sem er á leið aftur niður í B-deildina.
Klásúlan kemur upp þegar Ipswich fellur úr deildinni en Manchester United hefur líka áhuga.
Daily Mail heldur því fram að Chelsea sé framar í röðinni og að Delap sé hrifnari af því að fara til Chelsea.
Delap var keyptur til Ipswich síðasta sumar frá Manchester City þar sem hann ólst upp.