Bandaríska samfélagsmiðlastjarnan Joey Swoll lét áhrifavald heyra það, en Joey er ófeiminn að taka fyrir áhrifavalda sem haga sér illa í ræktinni. Hann er með um átta milljónir fylgjenda á TikTok og um fimm milljónir á Instagram.
Maðurinn, sem kallar sig Gym Roks á samfélagsmiðlum, birti myndband af sér spenna vöðvana í spegli í karlaklefanum í ræktinni. Eða það var það sem hann reyndi að gera en það var sífellt einhver að ganga á bak við hann eða fyrir framan hann, enda var hann á miðjum gangi.
Með myndbandinu skrifaði hann: „Þegar ég vill kýla einhvern, þá geri ég það ekki en það verða vísbendingar um það.“
Það sem hann átti við var að hann langaði að kýla mennina sem voru að trufla myndatökuna og hegðun hans, augljósi pirringurinn, var merki um það.
Joey Swoll lét hann svoleiðis heyra það og sagði að það ætti aldrei að taka upp í búningsklefa, það er bannað og hann sagðist vona að eigendur líkamsræktarstöðvarinnar myndu sjá myndbandið og reka hann úr stöðinni.
Horfðu á upprunalega myndbandið og svar Joey hér að neðan.
@thejoeyswoll STOP FILMING IN GYM LOCKER ROOMS! 😡 #gymtok #gym #fyp ♬ original sound – Joey Swoll