fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Pressan

Musk bregst við sögulegum óvinsældum og segist vera að tapa stríðinu

Pressan
Mánudaginn 14. apríl 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkasti maður heims, Elon Musk, er frekar miður sín yfir óvinsældum sínum. Hann segist vera skotmark áróðursherferðar sem hann sé því miður að tapa. Könnunarfyrirtækið Nate Silver birti á föstudaginn niðurstöður könnunar um vinsældir Musk. Þar kom fram að aðeins 39,6 prósent svarenda líta Musk jákvæðum augum en 53,5 prósent eru neikvæðir í garð auðkýfingsins. Musk hefur aldrei verið óvinsælli.

Musk deildi þessum niðurstöðum og sagði þetta fyrst og fremst afleiðingu ófrægingarherferðar frjálslyndra.

„Þetta er óhjákvæmileg afleiðing þess að pólitískt áróðursstríð er háð gegn mér á meðan ég hef nánast engar mótvægisaðgerðir og, stundum, gref ég mína eigin gröf betur en óvinir mínir.“

Rolling Stone greindi frá því í síðustu viku að afskipti Musk af bandarískum stjórnmálum séu ekki að auka vinsældir hans heldur þvert á móti. Hann hafi meðal annars talað fyrir grófum niðurskurði í félagslegu stuðningskerfi sem hafi reitt marga til reiði. Ekki bara kjósendur heldur líka starfsmenn ríkisstjórnarinnar sem eru komnir með nóg af stælunum.

„Að tala við gaurinn er stundum eins og hlusta á ryðgaðan nagla á krítartöflu,“ sagði ónefndur starfsmaður ríkisstjórnarinnar við Rolling Stone. „Hann er bara mest pirrandi manneskja sem ég hef þurft að eiga við, og þá er mikið sagt.“

Musk fékk líka að finna fyrir því um daginn þegar hann ákvað að spila tölvuleikinn Path of Exile 2 í beinu streymi. Musk hefur áður gengist við því að hafa borgað reyndum leikmönnum til að spila fyrir sína hönd til að hjálpa honum að komast í hóp fremstu leikjaspilaranna. Musk ákvað að þessu sinni að hefja streymi, ekki til að sanna getu sína í leiknum, heldur til að prófa nettenginguna um borð í einkaflugvél sinni. Hann tengdist netinu í gegnum gervihnött fyrirtækis síns, SpaceX. Musk þurfti loks að slútta streyminu eftir gífurlegt hatur frá nettröllum sem flest skrifuðu það sama: „Þú átt enga vini og munt deyja einn“

Musk gerði á dögunum tilraun til að auka vinsældir sínar og talaði gegn harðri tollastefnu Trump og þá einkum gegn helsta ráðgjafa forsetans í þeim efnum, Peter Navarro. Musk hefur gengið svo langt að kalla Navarro „sannkallaðan sauð“.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum

Þessi áfengi drykkur hringir viðvörunarbjöllum hjá barþjónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kenningu varpað fram um slysið sem varð fimm manna fjölskyldu að bana

Kenningu varpað fram um slysið sem varð fimm manna fjölskyldu að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Útfararstjóri ákærður fyrir fjölda brota

Útfararstjóri ákærður fyrir fjölda brota