Arne Slot stjóri Liverpool boðar það að félagið verði mjög virkt á markaðnum í sumar og muni kaupa nokkra öfluga leikmenn.
Trent Alexandar-Arnold er á förum og heldur á frjálsri sölu til Real Madrid. Félagið hefur samið við Mo Salah og Virgil van Dijk sem verða áfram.
Búist er við að Slot reyni að kaupa sóknarmann og er búist við að félagið reyni að selja bæði Diogo Jota og Darwin Nunez. Þá er búist við liðsstyrk í vörnina og miðsvæðið.
„Við munum búa til mjög sterkt lið í sumar,“ sagði Slot og sagði að það yrði mikið að gera hjá félaginu í sumar.
Slot er að klára ensku deildina á sínu fyrsta tímabili og virðist ætla sér nú að smíða öflugt lið til framtíðar.