Lionel Messi er ekki á þeim buxunum að hætta og stefnir á það að spila á Heimsmeistaramótinu á næsta ári.
Messi er hjá Inter Miami og mun þá spila þar fram að mótinu sem fram fer í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada.
„Að hætta? Leo Messi ætlar sér að spila á HM 2026 með Argentínu,“ segir besti vinur hans og samherji, Luis Suarez.
Messi verður 39 ára þegar mótið fer fram.
„Við erum ekkert að ræða það að hætta strax,“ sagði Suarez um vin sinn en Argentína á titil að verja eftir frækinn sigur á HM í Katar árið 2022.
🚨🏆 Luis Suárez: “Retirement? Leo Messi has that desire to play at the World Cup 2026 with Argentina…”.
“We’re not discussing retirement as a plan to activate anytime soon”, told Ovación. pic.twitter.com/qn5SCE3D1T
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 14, 2025