Fram vann magnaðan 4-2 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks í 2. umferð Bestu deildar karla í gær. Hér að neðan má sjá svipmyndir úr leiknum.
Blikar voru komnir í 0-2 þegar flautað var til hálfleiks með mörkum Óla Vals Ómarssonar og Tobias Thomsen.
Á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik sneru heimamenn dæminu gjörsamlega við og unnu 4-2. Mörkin skoruðu þeir Sigurjón Rúnarsson, Kennie Chopart og gerði Guðmundur Magnússon svo tvö. Það seinna var afar glæsilegt hjá sóknarmanninum.
Blikar eru því með 3 stig eftir fyrstu tvær umferðirnar, rétt eins og Fram sem sótti sín fyrstu stig í gær.