fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Pressan

Hélt að fyrrverandi væri að senda hótanir – Sannleikurinn kom í ljós þegar hún fannst myrt

Pressan
Sunnudaginn 13. apríl 2025 20:00

Kristil og Daniel Krug og heimili þeirra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 14. desember 2023 fannst Kristil Krug, gift þriggja barna móðir, látin í bílskúrnum á heimili sínu í Colorado. Hún hafði verið myrt og var með tvö áverkasár á baki og stungusár á brjósti.

Örfáum mánuðum fyrir andlát sitt, í október 2023, hafði Krug samband við lögregluna og sagðist halda að gamall kærasti frá því fyrir 20 árum væri að áreita hana. Hún fékk tölvupósta og sms-skilaboð, þar á meðal nokkur sem gagnrýndu eiginmann hennar Daniel – einn kallaði hann „drullusokkinn eigimann hennar“. Önnur skilaboð sögðu: „Ég mun losa mig við hann og þá getum við verið saman,“ og „Þú vilt hann ekki, ég veit að þú vilt mig“. Krug fékk einnig sendar myndir sem gáfu til kynna að einhver væri að elta hana.

En eftir að hún fannst látin fundu rannsóknarlögreglumenn sönnunargögn sem sögð voru sýna að Daniel hafi í raun verið sá sem sendi konu sinni skilaboðin. Rannsakendur gátu rakið IP-tölu tölvupóstanna og skilaboðanna sem Krug fékk til vinnustaðar eiginmannsins. Yfirvöld sögðu einnig að eiginmaður hennar væri eina manneskjan sem hefði aðgang að eftirlitsmyndavélum sem Krug hefði sett á heimilið, sem slökkt var á dauðadegi hennar.

Daniel Krug var ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu, eltihrell og glæpsamlegt athæfi í tengslum við dauða eiginkonu hans, Kristil Krug, í desember 2023.

Föstudaginn 4. apríl hófust upphafsskýrslur í réttarhöldunum yfir honum, þar sem saksóknarar héldu því fram að Daniel hafi vísvitandi skipulagt morðið á eiginkonu sinni með því að bíða eftir því að hún kæmi á heimili þeirra í úthverfi Denver áður en hann réðst á hana 14. desember 2023.

Ættingi sagði rannsóknarlögreglumönnum að Kristil og Daniel, sem giftu sig árið 2007, hefðu ætlað að skilja. 

Verjandi Daniels, Joe Morales, hélt því fram að skjólstæðingur hans ætti ekki að tengjast morðinu þar sem DNA hans fannst ekki á vettvangi glæpsins og ekkert blóð fannst á fötum hans eða í bíl hans. Morales sagði einnig fyrir dómi að fullyrðing saksóknara um að Daníel hafi sent textaskilaboð úr síma Krug eftir dauða hennar væri tilhæfulaus, þar sem hann sagði að síminn hennar hafi ekki verið prófaður af lögreglu fyrir DNA.

Hvað varðar fyrrverandi kærasta Krug, sem Daniel sagði hafa borið ábyrgð á morðinu, var staðfest að hann hefði búið í Utah á þeim tíma sem Krug fékk skilaboðin. Hann var jafnframt með fjarvistarsönnum á þeim tíma sem og á deginum sem hún lést.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk bregst við sögulegum óvinsældum og segist vera að tapa stríðinu

Musk bregst við sögulegum óvinsældum og segist vera að tapa stríðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý

Hann var í blóma lífsins og hún á leiðinni á toppinn en þá var haldið partý
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga

Þess vegna sérðu (næstum) aldrei stjörnur þegar þú kíkir út um flugvélarglugga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona lengi geymist steikt hakk í ísskáp

Svona lengi geymist steikt hakk í ísskáp
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinsælt fæðubótarefni hefur nákvæmlega engin áhrif

Vinsælt fæðubótarefni hefur nákvæmlega engin áhrif