fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Fréttir

Skammar KSÍ fyrir nísku – „Mitt ráð að fækka snittum og hætta vínveitingum á VIP svæði sambandsins“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 13. apríl 2025 13:30

Árni er ekki sáttur við knattspyrnusambandið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Guðmundsson, félagsuppeldisfræðingur, skammar Knattspyrnusamband Íslands fyrir að styrkja ekki handbók um hvernig megi fjölga áhorfendum í kvennaboltanum. Þetta sé bók sem öll knattspyrnufélög landsins ættu að eiga.

„Stundum á maður varla orð,“ segir Árni í aðsendri grein á Vísi og vísar til þess að KSÍ hafi ekki styrkt handbók Guðbjargar Ýrar Hilmarsdóttur verðandi tómstunda- og félagsmálafræðings, „Fjölgum áhorfendum – Upplifunarbók“ um litla upphæð.

Bókin snýst um það hvernig megi fjölga áhorfendum í kvennaboltanum. Handbók sem að sögn Árna stenst bæði fag- og fræðileg viðmið.

„Handbókin er hagnýtur leiðarvísir fyrir íþróttafélög, skipuleggjendur og aðra hagsmunaaðila sem vilja bæta upplifun áhorfenda á leikjum og auka sýnileika kvennafótbolta,“ segir hann.

Segir hann furðulegt að KSÍ hafi ekki viljað styrkja bókina.

„Mér er tjáð að KSÍ sjái sér ekki fært að styrkja útgáfu á þessari frábæru handbók, eftir Guðbjörgu Ýr Hilmarsdóttur verðandi tómstunda- og félagsmálafræðing, um nokkra 10 þúsund kalla, sem er alveg stór furðulegt. Upphæð sem er bara brota brot af þeirri vinnu og kostnaði sem höfundur hefur lagt á sig og staðið undir. Að grípa ekki tækifærið og stökkva til þegar að svona bók rekur á fjörur KSÍ er ekki boðlegt. Þetta er bók sem öll knattspyrnufélög í landinu ættu að eiga,“ segir hann. „Ef KSÍ getur ekki styrkt svona verkefni þá er mitt ráð að fækka snittum og hætta vínveitingum á VIP svæði sambandsins og láta þá þúsund kalla sem þar sparast renna til útgáfunnar á þessari metnaðarfullu handbók og eða sambærilegar verkefna í framtíðinni. KSÍ og kvennaknattspyrnan, þar er svo sannarlega verulegt rými til framfara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“

Draumaferðin breyttist í martröð – „Mikið svakalega er ég reið, sár og svekkt“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Útsendari Trump leggur til að Úkraínu verði skipt í tvennt

Útsendari Trump leggur til að Úkraínu verði skipt í tvennt
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður
Fréttir
Í gær

Segir of seint að ráða Zelenskyy af dögum

Segir of seint að ráða Zelenskyy af dögum