Það er möguleiki á að Arsenal verði án tveggja lykilmanna er liðið mætir Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Thomas Partey skoraði mark Arsenal í gær gegn Brentford í 1-1 jafntefli en hann fór af velli vegna meiðsla að sögn Mikel Arteta, stjóra liðsins.
Arsenal er 3-0 yfir fyrir seinni leikinn gegn Real sem fer fram á Spáni og er því í mjög góðri stöðu fyrir þá viðureign.
Arteta tjáði sig um Partey sem og varnarmanninn Ben White eftir leikinn við Brentford í gær.
,,Thomas fann eitthvað til og við vildum ekki taka neina áhættu. Við höfum ekki rætt við læknateymið ennþá,“ sagði Arteta.
,,Ben White, við erum ekki vissir. Hann var ekki í standi til að komast í hópinn – við þurfum að bíða í einhverja daga og sjá til.“