Miðjumaðurinn efnilegi Kobbie Mainoo vill fá átta sinnum hærri laun hjá Manchester United ef hann skrifar undir nýjan samning.
Þessi 19 ára gamli leikmaður er samningsbundinn til ársins 2027 en hann fær 20 þúsund pund á viku í dag.
Mainoo er sagður vilja fá gríðarlega launahækkun til að skrifa undir framlengingu og heimtar 180 þúsund pund á viku.
Samkævmt nýjustu fregnum er Mainoo í viðræðum við United sem vill framlengja við leikmanninn en hvort hann fái svo há laun verður að koma í ljós.
United hefur verið að skera niður undanfarna mánuði og er talið ólíklegt að Mainoo fái þau laun sem hann heimtar þessa stundina.
Það er í boði fyrir United að selja leikmanninn í sumar en hann myndi kosta allt að 70 milljónir punda – félagið hefur þó ekki gefist upp á að ná samkomulagi varðandi framhaldið.