Enzo Maresca, stjóri Chelsea, hefur engan áhuga á því að fá nýja níu til félagsins í sumar – nema að það sé varamaður fyrir Nicolas Jackson.
Jackson spilaði mjög vel með Chelsea fyrri hluta tímabils áður en hann meiddist en er nú mættur aftur í slaginn og virðist vera búinn að ná sér að fullu.
Chelsea er orðað við Liam Delap hjá Ipswich þessa stundina og segist Maresca vera aðdáandi en hann horfir aðeins til Jackson fyrir næsta tímabil.
,,Þegar kemur að tölfræðinni þá er Liam Delap að standa sig frábærlega. Hann hefur held ég skorað 12 mörk nú þegar!“ sagði Maresca.
,,Þetta snýst ekki bara um tölurnar, hann berst og er alltaf til taks en hann er leikmaður Ipswich. Ég óska honum alls hins besta.“
,,Mín fullkomna nía hins vegar er Nico Jackson. Við erum nú þegar með níu, ef við fáum klóna af Nico þá er það allt í lagi. Með Nico þá erum við betra lið, hann er sá sem við þurfum.“