fbpx
Sunnudagur 13.apríl 2025
Fréttir

Nágrannar skotsvæðis verulega ósáttir við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur – „Villa um fyrir íbúum og landeigendum og matreiða niðurstöður“

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 12. apríl 2025 17:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar framlengdi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur starfsleyfi fyrir Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis til þess að reka skotvöll á Álfsnesi en töluverðar deilur hafa geisað undanfarin ár vegna skotvallarins. Á síðasta fundi Heilbrigðisnefndar borgarinnar voru lagðar fram þrjár kærur, vegna þessarar ákvörðunar, til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í einni kærunni lýsa eigendur landareignar og húss sem á henni stendur, í nágrenni skotsvæðisins, yfir verulegri óánægju með vinnubrögð Heilbrigðiseftirlitsins í málinu. Segjast þeir hafa kvartað undan hljóðmengun frá svæðinu í 17 ár sem hafi engu breytt og saka þeir Heilbrigðiseftirlitið um að hafa villt um fyrir íbúum og landeigendum á svæðinu. Segja kærendur Heilbrigðiseftirlitið hafa beinlínis markvisst unnið að því halda skotsvæðinu á þessum stað með villandi hljóðmælingum.

Segir í kærunni að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur (HER) hafi aldrei hlustað á íbúa á svæðinu en lagt mikla vinnu í að berjast á móti þeirra réttindum:

HER hefur lagt sig alla fram síðustu 17 ár að villa um fyrir íbúum og landeigendum og matreiða niðurstöður til að halda skotsvæðunum eða öllu heldur einu sterkustu hagsmunasamtökum á Íslandi, skotsvæðin á Álfsnesi.“

Kærendurnir segjast vilja undirstrika að þau séu að kæra að Heilbrigðiseftirlitið hafi ekki séð til þess að tryggja hljóðvarnir sem íbúar og landeigendur hafi kvartað yfir síðustu 17 ár. Skipulagsstofnun hafi sett það inn sem landnotkunarákvæði að eftirlitið sæi um að hljóðvarnir yrðu tryggðar. Staðreyndin sé hins vegar sú, að hljóðvarnir hafi ekki nú frekar en síðustu 17 ár verið tryggðar.

Esjan

Í kærunni segir að ástæðan fyrir því að hljóðvarnir hafi ekki verið tryggðar sé einföld, það sé ekki hægt að tryggja hljóðvarnir á Álfsnesi. Það sé ekkert sem dempi hljóð toppana nema Esjan sem síðan bergmáli þá meðfram henni allri. Allir verktakar sem hafi tjáð sig um skotsvæðin á Álfsnesi hafi allir verið sammála um að ekki væri hægt að velja verri staðsetningu fyrir skotsvæðin hvað hljóðmengun varðar.

Kærendur gera verulegar athugasemdir við þær aðferðir sem þeir segja Heilbrigðiseftirlitið hafa notað við hljóðmælingar á svæðinu:

„HER hefur alltaf notast við sænska mæliaðferð sem er notuð til að mæla meðal hávaða frá t.d. iðnaðarsvæðum og umferðarhávaða. Þar sem hávaða toppurinn er þurrkaður út. Þetta er gert til þess að ef einhver bíll flautar eða hrafn sest á staur sem mælirinn er staðsettur á og krúnkar þá eyðileggur hann ekki mælinguna. Það er ástæðan af hverju allir hávaða topparnir eru þurrkaðir út. Þegar verið er að mæla skot hávaða þá ertu einungis að mæla hávaða toppa (peaks).“

Fals

Kærendurnir eru ekkert að leyna óánægju sinni með þessar mælingaraðferðir Heilbrigðiseftirlitsins. Þeir segja eftirlitið hafa „komist upp með að gera falsmælingar í 17 ár og selt öllum þá lygi“ og fengið starfsleyfið fyrir hagsmunahóp sem eftirlitið sé að vernda:

„Þetta hafa þau hjá HER komist upp með í 17 ár og allir stinga hausnum í sandinn. HER hefur aldrei framkvæmt löglegar hljóðmælingar á Álfsnesi. Þau segja að þetta er allt lygi og vitleysa og komast upp með það. Við höfum margsinnis látið verkfræðinga/verkfræði fyrirtæki sem sérhæfa sig í hljóðmælingum mæla hljóðmengun hjá okkur.“

Með kærunni fylgir ítarleg greinargerð frá verkfræðingi sem gagnrýnir harðlega mælingar Heilbrigðiseftirlitsins og segir að þvert á móti sýni hans mælingar fram á að hávaði sem heyrist frá skotsvæðinu, í nágrenninu, sé langt yfir mörkum reglna sem gildi í Svíþjóð en engar reglugerðir séu til staðar á Íslandi um hávaða frá skotsvæðum.

Eins og áður segir er þetta ein kæra af þremur og ljóst er að Reykjavíkurborg mun veita andsvör við þeim öllum og þá væntanlega færa rök fyrir gildi hljóðmælinganna. Ljóst er einnig af orðalagi þessarar kæru að kærendurnir eru orðnir langþreyttir á nábýlinu við skotsvæðið.

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hópur ungmenna kom að slysinu á Siglufjarðarvegi

Hópur ungmenna kom að slysinu á Siglufjarðarvegi
Fréttir
Í gær

Hvetja Íslendinga til að standa á sínu – „Verið sterk“

Hvetja Íslendinga til að standa á sínu – „Verið sterk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigrún lýsir margra ára ofbeldissambandi – „Ekki tala um mig sem eitthvað grey. Það er hann sem er grey, ekki ég“

Sigrún lýsir margra ára ofbeldissambandi – „Ekki tala um mig sem eitthvað grey. Það er hann sem er grey, ekki ég“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar reiðir vegna skipunar bandaríska sendiráðsins – „Kæri Trump, Trodduðí. kveðja, Ísland“

Íslendingar reiðir vegna skipunar bandaríska sendiráðsins – „Kæri Trump, Trodduðí. kveðja, Ísland“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhannes ómyrkur í máli og segir Ísland vera að tapa samkeppninni

Jóhannes ómyrkur í máli og segir Ísland vera að tapa samkeppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Taldi Isavia hafa gróflega vegið að starfsheiðri sínum og æru

Taldi Isavia hafa gróflega vegið að starfsheiðri sínum og æru
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ingólfur tapaði meiðyrðamáli gegn konu

Ingólfur tapaði meiðyrðamáli gegn konu