fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Eyjan

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Eyjan
Sunnudaginn 13. apríl 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikill misskilningur hjá stjórnarandstöðunni ef hún heldur að Flokkur fólksins sé veikur hlekkur í ríkisstjórninni sem vert sé að hamra á. Samstaðan í stjórninni er alger, markmiðið vel skilgreint og í stað getuleysis, átaka og stöðnunar sem einkenndi síðustu ríkisstjórn liggur verkefnaskráin skýr fyrir og ríkisstjórnin og þingflokkar hennar ganga kerfisbundið í að hrinda verkefnunum í framkvæmd. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Guðmundur Ingi - 3
play-sharp-fill

Eyjan - Guðmundur Ingi - 3

„Þarna eru þau að ráðast á klettavegg. Fólk verður að átta sig á því að við Inga höfum marga erfiðleikana yfirstigið og við tökum svona árásir ekki til okkar. Við bara höldum áfram. Við vitum nákvæmlega hvert markmiðið er og við munum halda algerlega okkar striki. Við erum komin í þessa ríkisstjórn til þess að vinna góð verk og við vitum nákvæmlega hvaða verk við þurfum að vinna. Aðalstefnan, númer eitt, tvö og þrjú, hjá Flokki fólksins er að útrýma fátækt barna og við hvikum ekki frá því,“ segir Guðmundur Ingi.

Hann segir mikilvægt að fjölskyldur sem lifa við fátækt í dag hafi alla vega vonina. „Við munum standa við það sem við erum að segja og berjast fyrir því!“

Já, það er mikil samheldni í þessari ríkisstjórn og hjá þingflokkum ríkisstjórnarinnar.

„Já, við erum algerlega samstiga.“

Það er dálítið ólíkt því sem var í síðustu ríkisstjórn.

„Já, ég varð bara var við það síðustu tvö árin að það var allt stopp. Á þessum sjö árum sem ég hef verið á þingi er það furðulegasta tímabilið sem hef upplifað, það voru þessi síðustu tvö ár áður en hún sprakk. Maður bara sá það. Það var allt gersamlega stopp, ekkert að ske. það var mjög slæmt vegna þess að fyrir vikið fóru hlutir að grotna niður. Innviðir heilbrigðiskerfisins, skólar, það var allt að grotna niður vegna þess að þau voru ekki að gera neitt nema að rífast innbyrðis og koma í veg fyrir að hinir stjórnarflokkarnir gætu gert eitthvað.“

Já, þau stærðu sig af því að helsta verkefnið í ríkisstjórninni væri að koma í veg fyrir framgang mála samstarfsflokks.

„Það var alveg stórfurðulegt. Maður horfði stundum á bara í undrun.“ Guðmundur Ingi segir að stundum haldi menn að þeir hafi nú séð allt í pólitíkinni og ekkert geti lengur komið þeim á óvart en síðasta ríkisstjórn hafi einatt toppað sig aftur og aftur.

Maður tekur eftir því, hann var hjá mér fyrir tíu dögum hann Logi Einarsson, samráðherra þinn. Hann lagði mikla áherslu á þetta, að munurinn á þeirri ríkisstjórn sem núna situr og þeirri sem áður sat og hrökklaðist frá er að þið eruð samstiga, þið komið hlutunum í verk, takið mál inn í ríkisstjórn, afgreiðið þau út úr ríkisstjórn og þá er samstaða um þau.

„Algerlega. Við ræðum málin og út með þau vegna þess að við vitum að það er búið að kortleggja nákvæmlega hvað við ætlum að gera, hvernig við ætlum að koma hlutunum í lag. Hvert ráðuneyti hefur sinn pakka til að klára og við göngum bara í það kerfisbundið.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Obama biður Bandaríkjamenn um að verja lýðræðið

Obama biður Bandaríkjamenn um að verja lýðræðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hagfræðingur Arion banka: Tollarnir hafa neikvæð áhrif á heimshagkerfið og hækka vöruverð í Bandaríkjunum

Hagfræðingur Arion banka: Tollarnir hafa neikvæð áhrif á heimshagkerfið og hækka vöruverð í Bandaríkjunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Logi Einarsson: Munurinn á okkur og síðustu ríkisstjórn er að við erum samstiga og komum hlutunum í verk

Logi Einarsson: Munurinn á okkur og síðustu ríkisstjórn er að við erum samstiga og komum hlutunum í verk
Hide picture