fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Pressan

Hvar er maðurinn sem fyrir mistök var sendur í vafasamt fangelsi í El Salvador og hvers vegna neitar Trump að koma honum aftur heim?

Pressan
Föstudaginn 11. apríl 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kilmar Abrego Garcia er fjölskyldufaðir frá Maryland í Bandaríkjunum. Hann er einn þeirra sem bandaríska útlendingastofnunin hefur brottvísað og sent í fangelsi í El Salvador. Mál hans er þó einsdæmi þar sem yfirvöld hafa nú viðurkennt að Garcia var sendur í fangelsið fyrir mistök.

Sendur út fyrir mistök en ómögulegt að fá hann aftur heim

Fyrir einhverja ástæðu hafa yfirvöld þó haldið því fram að það sé ómögulegt að koma Garcia aftur heim, þrátt fyrir að hver dómarinn á eftir öðrum hafi komist að þeirri niðurstöðu að yfirvöldum beri skylda til að koma Garcia aftur heim til fjölskyldu sinnar.

Það var í gær sem hæstiréttur úrskurðaði að ríkisstjórn Donald Trump bæri að koma því til leiðar að Garcia yrði sleppt úr haldi í El Salvador. Yfirvöldum bæri enn fremur að upplýsa til hvaða aðgerða stjórnvöld hafa gripið til til að koma fjölskylduföðurnum heim og hvaða aðgerðir séu fram undan.

Lögmaður dómsmálaráðuneytisins, Drew Ensign, sagði þó fyrir dómi í dag að yfirvöld hefðu engar upplýsingar um hvar Garcia væri eiginlega niðurstaddur. Ensign reyndi líka ítrekað að komast undan því að veita dómara upplýsingar.

„Ég er ekki að biðja um ríkisleyndarmál. Ég er að spyrja einfaldrar spurningar: Hvar er hann?,“ spurði dómari.

Yfirvöld segja að vegna mistaka hafi Garcia verið sendur úr landi en þar sem hann sé núna í haldi yfirvalda í El Salvador hafi bandarísk yfirvöld engar heimildir til að krefjast afhendingar hans.

Garcia er flóttamaður sem fékk vernd árið 2019 og samkvæmt verndinni var bandarískum yfirvöldum meinað að senda Garcia til El Salvador. Garcia flúði heimalandið sitt vegna glæpagengja fyrir rúmlega áratug og hefur komið sér upp lífi í Bandaríkjunum þar sem hann á konu og þrjú börn. Yfirvöld héldu því fyrst fram að Garcia væri meðlimur í glæpagenginu MS-13, sem Trump hefur skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Eiginkona hans, sem er bandarískur ríkisborgari, segir að það sé bull. Garcia sé með hreinan sakaferil.

„Allt sem þau segja er bull. Eiginmaður minn er ástríkur faðir og ég veit að hann er dásamlegur eiginmaður og faðir. Það er hver hann er.“

Er Garcia á lífi?

Málið hefur vakið mikinn óhug. Það er nú veruleiki Bandaríkjamanna að fólk getur ranglega verið sent í fangelsi erlendis og eigi þaðan ekki afturkvæmt.

Að sjálfsögðu eru samsæriskenningar farnar á kreik um málið. Fólki þykir grunsamlegt að í stað þess að koma Garcia heim hafi yfirvöld gripið til varna hjá dómstólum til að komast hjá því. Eins þykir fólki óþægilegt að það sé ekki einu sinni hægt að fá það staðfest hvar Garcia er staddur. Samsæriskenningarsmiðum finnst líklegt að Garcia sé ekki lengur á lífi, það sé sannleikurinn sem yfirvöld vilja ekki fá fram í ljósið.

„Eiginmaður minn var numinn brott af bandarísku ríkisstjórninni,“ sagði eiginkona hans, Jennifer, á samstöðufundi sem var haldinn í byrjun mánaðar. „Á einu augabragði misstu börnin okkar þrjú föður sinn og ég missti ástina í lífi mínu.“

„Hvar er hann,“ spurði dómari í dag en það eina sem lögmaður dómsmálaráðuneytisins gat svarað var: „Ég hef ekki fengið upplýsingar um það.“

„Það eru engin gögn sem sýna hvar hann er í dag,“ sagði dómari þá. „Það er verulegt áhyggjuefni.“

Fangelsið Cecot í El Salvador er alræmt, en þangað hefur Trump nú þegar sent hundruð meintra glæpamanna. Orðið á götunni er að úr Cecot sleppi menn ekki nema í líkpoka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur

Maðurinn sem spáði fyrir um efnahagshrunið 2008 er áhyggjufullur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig

Ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri – Móðir mannsins tjáir sig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?

Hversu hollt er að borða einn banana á dag?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt

Sérfræðingar segja að þessi einfaldi hlutur geti lengt líf þitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur varar við ostaskeranum

Sérfræðingur varar við ostaskeranum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Keypti 240 Land Rover Defenders – Nú skila kaupin góðri ávöxtun

Keypti 240 Land Rover Defenders – Nú skila kaupin góðri ávöxtun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dóttirin kom upp um hrottalega fortíð föður síns

Dóttirin kom upp um hrottalega fortíð föður síns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagði slökkviliðsmönnum að „fokka sér“ þegar þeir reyndu að bjarga honum – Var svo plataður með sígarettum

Sagði slökkviliðsmönnum að „fokka sér“ þegar þeir reyndu að bjarga honum – Var svo plataður með sígarettum