Styrmir Sigurðsson, stjórnandi hlaðvarpsins Handkastsins, var gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni á 433.is.
Það var rætt um Bestu deild karla í þættinum, en hún fór af stað um síðustu helgi. Tvær af stærstu stjörnum deildarinnar, Aron Sigurðarson í KR og Gylfi Þór Sigurðsson í Víkingi, fengu rautt spjald í leikjum sínum.
„Það var bara pjúra rautt,“ sagði Hrafnkell um rauða spjald Gylfa. „Það er enginn ásetningur í þessu og hann ætlar að fara í boltann en hittir hann ekki og þá er það rautt spjald. Sóli í ökla er rautt spjald.“
Aron fékk tveggja leikja bann frá aganefnd KSÍ fyrir að gefa leikmanni KA olnbogaskot. Gylfi fékk einn leik fyrir sína tæklingu.
„Þetta er eðli brotana, Gylfa brot er fótboltaleikbrot á meðan hitt á kannski meira heima í handboltanum. Það fer tvennum sögum af þessu og fjórði dómarinn tekur þessa ákvörðun. Við þurfum bara að treysta henni, “segir Styrmir og á þar við brot Arons.