fbpx
Sunnudagur 13.apríl 2025
Pressan

Kenningu varpað fram um slysið sem varð fimm manna fjölskyldu að bana

Pressan
Föstudaginn 11. apríl 2025 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm manna fjölskylda var um borð í þyrlu sem hrapaði í Hudson-ánni í New York og létust þau öll, auk flugmanns þyrlunnar.

Slysið varð um miðjan dag í gær að staðartíma, en um borð í þyrlunni voru hjónin Agustín Escobar og Merce Montal auk þriggja ungra barna þeirra. Flugmaðurinn sem lést var 36 ára.

Agustín var forstjóri raftækjaframleiðandans Siemens á Spáni og hafði fjölskyldan flogið frá Barcelona til New York í gærmorgun til að skoða borgina. Eitt þeirra fyrsta verk eftir komuna var að fara í útsýnisferð yfir borgina sem endaði með fyrrgreindum afleiðingum.

Myndband sem sýnir slysið þykir varpa ákveðnu ljósi á hvað gerðist, en talið er að þyrluspaði hafi losnað með þeim afleiðingum að hann klippti stél vélarinnar í sundur.

Þessari kenningu varpar Jim Brauchle, lögfræðingur og fyrrverandi herflugmaður, fram í viðtali við DailyMail.com. Hann hefur áður tekið að sér mál aðstandenda fórnarlamba sambærilegra slysa í New York.

Á myndbandinu sést spaðinn hringsnúast í loftinu og lenda í ánni skömmu eftir að þyrlan brotlenti.

Michael Roth, eigandi fyrirtækisins sem sér um þyrluflugið, segir að flugmaðurinn hafi látið vita að eldsneyti væri af skornum skammti. „Hann sagðist þurfa að lenda þar sem hann vantaði eldsneyti og það hefði átt að taka hann þrjár mínútur að koma inn. En 20 mínútum síðar var hann ekki kominn,“ segir hann.

Hann tekur undir kenningu Jims um orsök slyssins en tekur þó fram að rannsókn þurfi að fara fram á slysinu.

Myndir voru teknar af fjölskyldunni rétt áður en hún steig upp í þyrluna og á henni má sjá hjónin brosandi ásamt þremur börnum sínum. Vélin hafði verið í loftinu í um sextán mínútur áður en hún brotlenti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kæfði aldraðan og sárþjáðan föður sinn – Nú er dómur fallinn

Kæfði aldraðan og sárþjáðan föður sinn – Nú er dómur fallinn
Pressan
Í gær

Handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa tekið iPad af dætrum sínum

Handtekin og látin dúsa í fangaklefa eftir að hafa tekið iPad af dætrum sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ógnaði unglingum með byssu og hótaði að „skjóta hausinn af þeim“ – Var ósátt við það sem þeir gerðu í garðinum hennar

Ógnaði unglingum með byssu og hótaði að „skjóta hausinn af þeim“ – Var ósátt við það sem þeir gerðu í garðinum hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trans kona send í fangelsi fyrir karlmenn

Trans kona send í fangelsi fyrir karlmenn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eiginkona þekkts rokkara skotin af lögreglu eftir æsilega atburðarás

Eiginkona þekkts rokkara skotin af lögreglu eftir æsilega atburðarás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Týndu“ líkum tvíbura

„Týndu“ líkum tvíbura
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum

Trúðslæti Trump – Skiptir um skoðun og tilkynnir 90 daga pásu á refsitollunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar gera grín að Bandaríkjamönnum – Sjáðu myndbandið

Kínverjar gera grín að Bandaríkjamönnum – Sjáðu myndbandið